Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í dag. Burnley vann magnaðan útisigur á Hull City og West Ham vann loksins leik er Sunderland kom í heimsókn.
Sigur West Ham þýddi enn fremur að Portsmouth er formlega fallið úr ensku úrvalsdeildinni.
Þessi þrjú stig gætu farið langleiðina með að bjarga West Ham frá falli en Burnley hefur enn verk að vinna.
Úrslit dagsins:
Hull City-Burnley 1-4
1-0 Kevin Kilbane (3.), 1-1 Martin Paterson (35.), 1-2 Graham Alexander (64.), 1-3 Graham Alexander, víti (70.), 1-4 Wade Elliott (90.)
West Ham-Sunderland 1-0
1-0 Aruajo Ilan (51.).