Enski boltinn

Essien skoraði í endurkomu sinni

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Essien skoraði í endurkomu sinni með Chelsea.
Essien skoraði í endurkomu sinni með Chelsea.
Michael Essien, leikmaður Chelsea, er mættur aftur á völlinn eftir langa fjarveru vegna meiðsla en hann skoraði eina mark liðsins í 1-0 sigri gegn Crystal Palace í gær.

Essien missti af Heimsmeistaramótinu í Suður Afríku þar sem hann hefur verið að glíma við hné meiðsli en er byrjaður að spila aftur og tryggði Chelsea sigurinn í gær með góðu skoti eftir klukkutíma leik.

„Þetta var mikilvæg endurkoma fyrir hann og liðið, Essien kom góður til baka og spilaði mjög vel," sagði Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, eftir leikinn.

„Hann er frábær leikmaður og við söknuðum hans á síðustu leiktíð. Við vonum að hann geti gert enn betur á þessari leiktíð."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×