Innlent

Handtökurnar marka tímamót í endurreisninni

Aðgerðir sérstaks saksóknara í gær marka tímamót í endurreisn íslensks samfélags eftir hrunið, að mati Jóhönnu.
Aðgerðir sérstaks saksóknara í gær marka tímamót í endurreisn íslensks samfélags eftir hrunið, að mati Jóhönnu. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að aðgerðir sérstaks saksóknara í gær marki tímamót í endurreisn íslensks samfélags eftir bankahrun.

Þetta kom fram í máli forsætisráðherra á blaðamannfundi eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Jóhann fagnaði aðgerðum sérstaks saksóknara.

„Ég held að við séum á ákveðnum tímamótum í þessu máli og handtökum sem átti sé stað í gær vegna þess að þær eru stór liður í því að við getum náð sáttum í þessu samfélagi að þeir axli ábyrgð sem hana bera," sagði Jóhanna.

Undir þetta tók Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og sagði að alltaf hefði mátt búast við slíkum aðgerðum.

„Nú hefur það gerst í stórum málum sem þarna eru á ferðinni og það styttist í fyrstu ákæru að sagt er. Þannig að ég vona að þetta séu skilaboð út í samfélagið að þessi rannsókn er unnin af fullum krafti. það er verið að setja í þetta mjög mikla fjármuni. Þetta mun verða dýr og mikil aðgerð þegar upp verður staðið," sagði Steingrímur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×