Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin endursýnd í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Markaþáttur Stöðvar 2 Sports um Pepsi-deild karla frá því í gærkvöldi verður endursýndur fyrir beina útsendingu frá viðureign Grindavíkur og Keflavíkur í kvöld.

Truflun var á útsendingu þáttarins í dreifikerfi Digital Íslands auk þess sem að tæknilegir örðugleikar urðu til þess að ekki var hægt að sýna myndir úr leik KR og Selfoss.

Þeim myndum verður nú bætt inn í þáttinn sem verður sýndur klukkan 18.45 á Stöð 2 Sport. Leikurinn í Grindavík hefst svo klukkan 20.00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×