Enski boltinn

Sir Alex getur keypt ef hann vill

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Alex Ferguson getur keypt heimsklassa leikmann til Manchester United í sumar. Þetta segir David Gill, framkvæmdastjóri félagsins.

"Peningurinn er til staðar ef sá leikmaður finnst sem getur bætt liðið," sagði Gill.

United hefur verið orðað við Wesley Sneijder og Mezut Özil í sumar auk Karim Benzema.

"Heilt yfir held ég að Sir Alex líði vel með samsetninguna á liðinu. Það er óvíst hvað gerist, við þurfum ekki að kaupa neinn en við sjáum hvað gerist á næstu sex vikum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×