Enski boltinn

Myndi bara yfirgefa Arsenal fyrir Barcelona

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sagan endalausa um það hvort Cesc Fabregas fari frá Arsenal eður ei fékk nýja vængi í dag þegar Fabregas lýsti því yfir að eina félagið sem hann myndi yfirgefa Arsenal fyrir væri Barcelona.

Fabregas hefur nefnilega verið talsvert orðaður við Barcelona í allan vetur en hann er alinn upp hjá félaginu.

„Ef ég ákveð að yfirgefa Arsenal þá verður það aðeins til þess að spila með Barcelona. Ég veit ekki hvenær það gerist. Ég er mjög hamingjusamur hjá Arsenal og liggur ekkert á að yfirgefa félagið," sagði Fabregas.

„Ég vil taka ákvörðun um framtíð mína áður en HM byrjar. Það er ekki hægt að standa sig vel á slíku móti ef maður er að hugsa um eitthvað allt annað."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×