Þjóðaratkvæðagreiðslunni verður hugsanlega frestað 26. janúar 2010 06:00 Svo kann að fara að þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-lögin, sem fara á fram 6. mars, verði frestað. Þingmenn úr röðum stjórnarflokkanna telja mikilvægt að þing og þjóð hafi ráðrúm til að gaumgæfa skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis áður en gengið verður til atkvæðagreiðslunnar um Icesave. Þingmenn í stjórnarandstöðunni eru á hinn bóginn þeirrar skoðunar að ekki beri að hrófla við kjördeginum. Rannsóknarnefnd Alþingis tilkynnti í gær að útgáfa skýrslunnar frestist um nokkrar vikur en áformað var að hún kæmi út fyrir 1. febrúar. Nefndin væntir þess að geta skilað af sér fyrir febrúarlok, „komi ekkert óvænt upp í því ferli sem eftir er," eins og það er orðað. Málið var rætt á fundi þingflokks Samfylkingarinnar í gær. Björgvin G. Sigurðsson, formaður þingflokksins, segir ótækt að aðeins nokkrir dagar líði á milli þessara atburða. Í skýrslunni kunni að verða upplýsingar sem fólk vilji hafa til hliðsjónar þegar það greiðir atkvæði um Icesave. Ákjósanlegt væri að rannsóknarnefndin tímasetti nákvæmlega útgáfu skýrslu sinnar og að dagsetning þjóðaratkvæðagreiðslunnar verði ákveðin í framhaldinu. Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, er sama sinnis. Fresta þurfi atkvæðagreiðslunni ef það stefnir í að skýrslan komi út vikuna áður. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur ekki ráðlegt að hringla með kjördaginn. Betra sé að útgáfa skýrslunnar taki mið af honum. „Best væri að klára skýrsluna og birta niðurstöðurnar í tíma og ef eitthvað er óunnið gera það í framhaldinu og birta sem viðbótarskjöl. Nú veit ég ekki hvort það er hægt en það væri þá best," segir Sigmundur. Unnur Brá Konráðsdóttir Sjálfstæðisflokki er sammála Sigmundi. Ekki beri að hrófla við kjördeginum. Viðmælendum Fréttablaðsins bar saman um að slæmt væri að útgáfa skýrslunnar tefðist. Vonbrigði, svekkjandi og óheppilegt, voru orðin sem þeir völdu. Töfin væri til þess fallin að auka enn á tortryggnina í samfélaginu. - bþs Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Svo kann að fara að þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-lögin, sem fara á fram 6. mars, verði frestað. Þingmenn úr röðum stjórnarflokkanna telja mikilvægt að þing og þjóð hafi ráðrúm til að gaumgæfa skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis áður en gengið verður til atkvæðagreiðslunnar um Icesave. Þingmenn í stjórnarandstöðunni eru á hinn bóginn þeirrar skoðunar að ekki beri að hrófla við kjördeginum. Rannsóknarnefnd Alþingis tilkynnti í gær að útgáfa skýrslunnar frestist um nokkrar vikur en áformað var að hún kæmi út fyrir 1. febrúar. Nefndin væntir þess að geta skilað af sér fyrir febrúarlok, „komi ekkert óvænt upp í því ferli sem eftir er," eins og það er orðað. Málið var rætt á fundi þingflokks Samfylkingarinnar í gær. Björgvin G. Sigurðsson, formaður þingflokksins, segir ótækt að aðeins nokkrir dagar líði á milli þessara atburða. Í skýrslunni kunni að verða upplýsingar sem fólk vilji hafa til hliðsjónar þegar það greiðir atkvæði um Icesave. Ákjósanlegt væri að rannsóknarnefndin tímasetti nákvæmlega útgáfu skýrslu sinnar og að dagsetning þjóðaratkvæðagreiðslunnar verði ákveðin í framhaldinu. Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, er sama sinnis. Fresta þurfi atkvæðagreiðslunni ef það stefnir í að skýrslan komi út vikuna áður. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur ekki ráðlegt að hringla með kjördaginn. Betra sé að útgáfa skýrslunnar taki mið af honum. „Best væri að klára skýrsluna og birta niðurstöðurnar í tíma og ef eitthvað er óunnið gera það í framhaldinu og birta sem viðbótarskjöl. Nú veit ég ekki hvort það er hægt en það væri þá best," segir Sigmundur. Unnur Brá Konráðsdóttir Sjálfstæðisflokki er sammála Sigmundi. Ekki beri að hrófla við kjördeginum. Viðmælendum Fréttablaðsins bar saman um að slæmt væri að útgáfa skýrslunnar tefðist. Vonbrigði, svekkjandi og óheppilegt, voru orðin sem þeir völdu. Töfin væri til þess fallin að auka enn á tortryggnina í samfélaginu. - bþs
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira