Innlent

Sigmundur Ernir: Það þarf að flýta landsfundi

Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar segir þingmenn og forystu hennar hafa brugðist og því þurfi að flýta landsfundi og skerpa á pólitík flokksins. Úrslit sveitarstjórnarkosninganna séu aðvörun sem taka beri alvarlega.

Þrýst er á það innan Samfylkingarinnar að flýta landsfundi flokksins sem annars á ekki að fara fram fyrr en snemma á næsta ári, vegna úrslita sveitarstjórnarkosninganna um helgina. Flokkurinn tapaði víða fylgi en einna mest á Akureyri, sem er í kjördæmi Sigmundar Ernis Rúnarssonar sem telur vel koma til greina að flýta landsfundi.

„Þessar kosningar eru aðvörun fyrir okkur sem og aðra í stjórnmálum," segir Sigmundur meðal annars og segir að stjórnmálamenn verði að fara vinna almennt betur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×