Telur upptöku evru enn álitlegan kost 11. júní 2010 05:00 Toomas Ilves og Ólafur Ragnar grímsson Forseti Eistlands ásamt forseta Íslands á Bessastöðum í gær. Mynd/Vilhelm „Sé horft á vandamálin sem við höfum þurft að glíma við vegna skorts á trausti á gjaldmiðlinum okkar þá, þrátt fyrir erfiðleikana sem evrusvæðið gengur nú í gegnum, er mun betri ákvörðun að vera innan evrusvæðisins en utan þess séu kostir og gallar vegnir," sagði Toomas Hendrik Ilves, forseti Eistlands, á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær en hann er í opinberri heimsókn á Íslandi. „Ef við höfum lítið land með fjárfesta sem flýja með fjármagn sitt vegna vantrausts á gjaldmiðlinum og stöðugar fréttir um að gjaldmiðillinn muni veikjast, án nokkurrar sýnilegrar ástæðu, þá verður að skoða aðra möguleika," sagði Ilves ennfremur og bætti síðan við að ef litið sé bara á lægri viðskipta- og vaxtakostnað sem upptaka evru hefði í för með sér, sé vænst að landsframleiðsla Eistlands muni aukast um eitt prósent strax við upptöku. Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna samþykktu á fundi sínum á þriðjudaginn að Eistland taki upp evruna í byrjun næsta árs. Landið gekk í Evrópusambandið árið 2004 en upphaflega var stefnt að upptöku evru árið 2007. Það hefur dregist vegna mikillar verðbólgu í landinu en í kjölfar heimskreppunnar, sem hófst árið 2008, hefur verulega dregið úr verðbólgunni og er hún nú komin vel niður fyrir viðmiðunarmörk evrusvæðisins. Ilves, eiginkona hans og fylgdarlið komu hingað til lands síðdegis á miðvikudag en þau hverfa af landi brott snemma á laugardaginn. Ilves var kjörinn forseti Eistlands árið 2006 en var áður utanríkisráðherra landsins og seinna Evrópuþingmaður. Ilves segir Eista tilbúna til að hjálpa Íslendingum á alla mögulega vegu í tengslum við umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira
„Sé horft á vandamálin sem við höfum þurft að glíma við vegna skorts á trausti á gjaldmiðlinum okkar þá, þrátt fyrir erfiðleikana sem evrusvæðið gengur nú í gegnum, er mun betri ákvörðun að vera innan evrusvæðisins en utan þess séu kostir og gallar vegnir," sagði Toomas Hendrik Ilves, forseti Eistlands, á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær en hann er í opinberri heimsókn á Íslandi. „Ef við höfum lítið land með fjárfesta sem flýja með fjármagn sitt vegna vantrausts á gjaldmiðlinum og stöðugar fréttir um að gjaldmiðillinn muni veikjast, án nokkurrar sýnilegrar ástæðu, þá verður að skoða aðra möguleika," sagði Ilves ennfremur og bætti síðan við að ef litið sé bara á lægri viðskipta- og vaxtakostnað sem upptaka evru hefði í för með sér, sé vænst að landsframleiðsla Eistlands muni aukast um eitt prósent strax við upptöku. Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna samþykktu á fundi sínum á þriðjudaginn að Eistland taki upp evruna í byrjun næsta árs. Landið gekk í Evrópusambandið árið 2004 en upphaflega var stefnt að upptöku evru árið 2007. Það hefur dregist vegna mikillar verðbólgu í landinu en í kjölfar heimskreppunnar, sem hófst árið 2008, hefur verulega dregið úr verðbólgunni og er hún nú komin vel niður fyrir viðmiðunarmörk evrusvæðisins. Ilves, eiginkona hans og fylgdarlið komu hingað til lands síðdegis á miðvikudag en þau hverfa af landi brott snemma á laugardaginn. Ilves var kjörinn forseti Eistlands árið 2006 en var áður utanríkisráðherra landsins og seinna Evrópuþingmaður. Ilves segir Eista tilbúna til að hjálpa Íslendingum á alla mögulega vegu í tengslum við umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.
Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira