Íslenski boltinn

Eiður Smári á æfingu hjá KR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári á æfingunni í kvöld.
Eiður Smári á æfingunni í kvöld. Mynd/Heimasíða KR

Eiður Smári Guðjohnsen æfði með KR í kvöld en það kom fram á vef félagsins. Eiður er nú að leita sér að nýju félagi en hann á eitt ár eftir af núverandi samningi sínum við AS Monaco.

Hann hefur verið sagður aftur á leið til Englands en þar hann var í láni á síðari hluta síðasta tímabils. Þá lék hann með Tottenham og er ekki útilokað að hann fari aftur þangað. Hann hefur einnig verið orðaður við önnur lið á Bretlandi.

Eiður Smári var ekki valinn í íslenska landsliðið sem mætir Noregi og Danmörku í undankeppni EM 2012 þar sem hann er „á milli félaga" eins og landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson orðaði það.

Félagaskiptaglugginn lokar eftir eina viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×