Enski boltinn

Mascherano sagður á leið frá Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Javier Mascherano.
Javier Mascherano. Nordic Photos / AFP

Javier Mascherano er sagður hafa fengið þau skilaboð frá forráðamönnum Liverpool að þeir myndu ekki standa í vegi fyrir að hann færi frá liðinu.

Mascherano hefur verið í fríi eftir HM í Suður-Afríku þar sem hann var fyrirliði argentínska landsliðsins. Hann fundaði svo með nýráðnum stjóra Liverpool, Roy Hodgson, í dag.

Samkvæmt heimildum vefmiðilsins Soccernet er líklegast að Mascherano fari til Barcelona eða Inter á Ítalíu, þar sem Rafael Benitez, fyrrum stjóri Liverpool, er við stjórnvölinn.

„Javier vildi fara til Barcelona fyrir ári síðan en var beðinn um að vera í eitt ár til viðbótar. Hann samþykkti það en nú er kominn tími til að hann fari. Þetta fór allt fram á mjög vinsamlegum nótum," er haft eftir heimildamanninum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×