Enski boltinn

Downing ráðleggur Milner að fara ekki til City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Stewart Downing óttast að það yrði ekkert allt of góð ákvörðun hjá James Milner að ganga í raðir Man. City þar sem hann geti lent í því að fá takmarkað að spila.

Downing vill miklu frekar að Milner spili áfram með sér hjá Aston Villa þar sem hlutirnir séu á réttri leið.

"Það verður áhugavert að sjá hvernig Mancini ætlar að stilla upp með alla þessa leikmenn. Þetta gæti orðið erfitt fyrir James og ekki víst að hann fengi að spila eins mikið og hann vill," sagði Downing.

Villa hefur þegar hafnað tilboði frá City í Milner en fastlega er búist við enn betra tilboði á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×