Erlent

Íþróttir mikilvægar samfélaginu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Elísabet II sagði að íþróttir væru mikilvægar til að byggja upp samfélög. Mynd/ afp.
Elísabet II sagði að íþróttir væru mikilvægar til að byggja upp samfélög. Mynd/ afp.
Elísabet II, drottning Breta, gerði mikilvægi íþrótta að umfjöllunarefni í árlegu jólaávarpi sem hún flutti þjóð sinni í dag.

Drottningin sagði að íþróttir væru mikilvægar til þess að sameina fólk með mismunandi bakgrunn. Hún sagði að íþróttir ættu ríkan þátt í að byggja upp samfélög og skapa einingu. Í þeirri vinnu léku sjálfboðaliðar stórt hlutverk.

„Íþróttir og leikir stuðla að líkamlegri hreysti, en eru líka mikilvægar til að byggja upp félagsfærni," sagði drottningin í ávarpinu sem sjónvarpað var á BBC, breska ríkissjónvarpinu.

Fram kemur á fréttavef BBC að konugsfjölskyldan ver jólunum á sveitasetri drottningar í Sandringham í Norfolk. Vilhjálmur krónprins og Kate Middleton unnusta hans eru þó víðsfjarri. Talið er að Middleton verji jólahátíðinni með fjölskyldu sinni, þar sem hún er laus við kastljós fjölmiðla.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×