Enski boltinn

Stoke býður allt að 14 milljónir punda í Carlton Cole

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Carlton Cole er hér til vinstri.
Carlton Cole er hér til vinstri. AFP
Stoke mun bjóða West Ham allt að fjórtán milljónir punda fyrir framherjann Carlton Cole. Tíu milljónir strax og fjórar milljónir með ýmsum ákvæðum myndu koma í hlut Hamranna.

Cole er metinn á um 15 milljónir af félagi sínu en það þarf líklega að sætta sig við aðeins minni upphæð vilji það selja framherjann.

Stoke bauð átta milljónir í Cole fyrr í sumar en því tilboði var neitað.

Eftir að hafa keypt fjóra leikmenn í sumar ætlar West Ham að selja Cole til að jafna út eyðslu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×