Tíska og hönnun

Hús og híbýli fær nýjan ritstjóra

Sigríður Elín er nýr ritstjóri Húsa og híbýla.
Sigríður Elín er nýr ritstjóri Húsa og híbýla.
Sigríður Elín Ásmundsdóttir hefur verið ráðinn ritstjóri rótgróna tímaritsins Húsa og híbýla.

Sigríður hefur verið blaðamaður og aðstoðarritstjóri á blaðinu í nokkur ár en Tinni Sveinsson var ritstjóri blaðsins frá 2006.

„Við ætlum að aðlaga blaðið að stemmningunni í þjóðfélaginu með því að vera með fullt af ráðum, gerðu-það-sjálfur-hugmyndum og fjölga fallegum myndum. Fara í mörg innlit og gera allskonar hönnun góð skil," segir Sigríður sem lofar flottu og fersku blaði.

Á morgun kemur út maíblað Húsa og híbýla þar sem Akureyri eru meðal annars gerð góð skil. Einnig eru gefin ráð um hvernig bola má burt vetrinum og gera heimilið sumarlegra.

Forsíðan á blaðinu sem kemur út á morgun.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×