Enski boltinn

Roy Hodgson: Aquilani verður að sýna það í hvað allar milljónirnar fóru

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alberto Aquilani.
Alberto Aquilani. Mynd/AFP
Roy Hodgson, stjóri Liverpool, er mjög ánægður með Alberto Aquilani á æfingum en segir að leikmaðurinn þurfi að sanna að hann sé virði þeirra 17 milljóna punda sem Liverpool borgaði fyrir hann frá Roma.

Hinn 26 ára gamli Alberto Aquilani átti að leysa af Xabi Alonso þegar hann fór til Real Madrid en hann var meiddur nær allt fyrsta tímabilið sitt á Anfield og náði aldrei að sýna í hvað honum býr.

„Við höfum verið að vinna með honum í sumar en þetta er bara rétt að byrja. Alberto hefur komið mjög vel út úr æfingunum en það hefur Lucas gert líka. Lucas er hinsvegar sá eini af þeim sem getur kallaði sig byrjunarliðsmann hjá liðinu," sagði Roy Hodgson.

„Alberto verður að nota þetta undirbúningstímabil til þess að losa sig við öll meiðslavandræðin sín. Það hefur verið gaman að fylgjast með honum undanfarnar þrjár vikur því hann hefur lagt mikið á sig," sagði Roy Hodgson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×