Enski boltinn

Drogba myndi fagna komu Torres til Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Didier Drogba, framherji Chelsea, segist vera mjög spenntur fyrir því að spila með Fernando Torres en spænski framherjinn er mikið orðaður við Chelsea þessa dagana.

„Ég hef heyrt þessar fréttir að Torres sé kannski að koma og ég myndi fagna komu hans að sjálfsögðu," sagði Drogba sem varð markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.

„Í hvert skipti sem það kemur stór leikmaður til félagsins þá styrkir það liðið. Ef það er einhver möguleiki á að hann komi þá er hann að sjálfsögðu meira en velkominn."

Drogba hefur skorað 84 mörk í 166 leikjum í ensku úrvalsdeildinni en hann er á því að síðasta tímabil hafi verið hans besta.

„Mér finnst ég verða betri með hverju tímabili. Þetta var mitt besta tímabil og ég er í skyjunum með það. Nú er bara að klára það með stæl og landa bikarnum líka."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×