Enski boltinn

Umboðsmaður Balotelli heldur orðrómum á lofti

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Ljósblátt fer Balotelli vel.
Ljósblátt fer Balotelli vel. GettyImages
Sagan um framtíð Mario Balotelli ætlar að vera langlíf. Hann er statt og stöðugt orðaður við Manchester City sem er tilbúið að greiða háar fjárhæðir fyrir framherjann.

Forseti Inter Milan, Massimo Moratti, greindi frá því um helgina að Balotelli væri ekki til sölu. Það segir umboðsmaður leikmannsins að sé ekki rétt.

Hann segir að viðræður milli félaganna séu enn í gangi.

"Allar dyr eru opnar ennþá," segir umboðsmaðurinn.

Manchester United og Chelsea hafa einnig verið orðuð við Balotelli en City hefur þó gengið hvað lengst í áhuga sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×