Enski boltinn

Jóhannes tryggði sigur gegn Blackburn með stórbrotnu marki - myndband

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Jóhannes Karl Guðjónsson er þegar byrjaður að sýna stuðningsmönnum síns nýja félags að hann fylgdist vel með þegar Skagamönnum voru kennd þrumuskotin. Hann skoraði sigurmark Huddersfield gegn Blackburn í gær, og þvílíkt mark. Boltinn kom út úr vítateignum og þar kom Jóhannes aðvífandi og klippti boltann á undraverðan hátt í þaknetið. Myndband af markinu er á netinu en það má sjá hér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×