Umfjöllun: Gylfi skaut Íslandi á EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Edinborg skrifar 11. október 2010 15:42 Mynd/Valli Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö glæsileg mörk gegn Skotum á Easter Road í kvöld og skaut íslenska U-21 árs liðinu í úrslitakeppni EM næsta sumar.Það þarf varla að hafa mörg orð um hversu merkilegur árangur það er. Aðeins átta bestu þjóðir Evrópu í þessum aldursflokki komast í lokamótið og Ísland er í þeim hópi. Það, eitt og sér, er eitt merkasta íþróttaafrek sem unnið hefur verið af Íslendingum. En lengi vel var útlitið nokkuð dökkt í kvöld. Skotum dugði 1-0 sigur til að komast áfram og þeir mættu gríðarlega öflugir til leiks. Það var allt annað að sjá til liðsins en á Laugardalsvellinum á fimmtudaginn þar sem hægt var að undrast á að liðið hefði unnið sinn riðil og komist þetta langt í keppninni. En í kvöld sýndu Skotar að þeir eru með hörkulið. Þeir komu íslenska liðinu í opna skjöldu í fyrri hálfleik og voru strákarnir einfaldlega stálheppnir að sleppa inn í leikhléið án þess að hafa fengið á sig mark. Hættulegasta sóknaraðgerð Skotanna kom á fimmtándu mínútu. Þeir komust í skyndisókn eftir að Ísland tók hornspyrnu. Jamie Murphy, sem skoraði mark Skota á Laugardalsvellinum, náði að komast inn fyrir aftasta varnarmann íslenska liðsins, Hjört Loga Valgarðsson, og skjóta í stöngina. Annar leikmaður Skota náði frákastinu og skaut að marki en í þetta sinn varði Andrés Már Jóhannesson á marklínu. Þriðja marktilraunin kom strax á eftir - bakfallsspyrna en boltinn fór framhjá. Skotarnir voru mjög grimmir í sínum sóknaraðgerðum en sem betur fer voru þeir of ragir við að klára færin með almennilegum Skotum. Þrátt fyrir allt átti Ísland fleiri marktilraunir en Skotar í fyrri hálfleiknum. Gylfi Þór Sigurðsson átti laglegan sprett upp miðjan völlinn snemma leiks sem lauk með ágætu skoti og Aron Einar Gunnarsson átti tvær ágætar skottilraunir af löngu færi. Eyjólfur Sverrisson sýndi í seinni hálfleik að hann er klókur þjálfari. Íslenska liðinu tókst að stöðva uppspil Skotanna að stóru leyti og vann sig inn í leikinn hægt og rólega. Strákarnir fóru að spila betur, voru rólegri í sínum aðgerðum og yfirvegaðir. En færin voru þó fá. Það var ekki fyrr en að rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka að Gylfi Þór tók til sinna mála og braut ísinn. Hann fékk boltann á hættulegum stað og var fljótur að færa sér það í nyt og skoraði afar laglegt mark með glæsilegu skoti. Skotar tóku miðju og áttuðu sig á því að Arnar Darri Pétursson stóð heldur langt frá sínu marki. Chris Maguire lét vaða aog náði að setja boltann yfir Arnar Darra og í markið. En aðeins fimm mínútum síðar tók Gylfi aftur til sinna mála og í aftur „klíndi“ hann boltanum efst í markhornið með bylmingsskoti. Hann hafði haft fremur rólegt um sig lengst af í leiknum en hann sýndi með þessum tveimur mörkum af hverju hann er orðinn einn dýrasti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi. En þegar uppi er staðið skiptir það litlu sem engu máli hvort strákarnir spiluðu vel eða ekki í kvöld. Þeir gerðu nóg til að klára sitt og tryggja farseðilinn til Danmerkur. Þar með var unnið mikið afrek sem mun sjálfsagt vekja athygli víða í knattspyrnuheiminum. Skotland – Ísland 1-2 0-1 Gylfi Þór Sigurðsson (74.) 1-1 Chris Maguire (75.) 1-2 Gylfi Þór Sigurðsson (80.) Easter Road. Áhorfendur: 12.320 Dómari: Markus Strömbergsson, Svíþjóð (8) Skot (á mark): 13–14 (6-7) Varin skot: Martin 5 – Arnar Darri 3 Hornspyrnur: 5–5 Aukaspyrnur fengnar: 11–14 Rangstöður: 0–1Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Skotland U-21 - Ísland U-21. Fótbolti Tengdar fréttir Gylfi Þór: Vissi að hann færi í samúel Blaðamaður Vísis hitti skælbrosandi Gylfa Þór Sigurðsson eftir sigurinn glæsilega á Skotum í Edinborg í kvöld. 11. október 2010 22:23 Bjarni Þór: Ætlum ekki að vera farþegar í Danmörku „Ég er afar stoltur fyrirliði í dag,“ sagði Bjarni Þór Viðarsson eftir að Ísland tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppni U-21 liða sem fer fram í Danmörku á næsta ári. 11. október 2010 22:44 Eyjólfur: Við erum ekki búnir Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari U-21 liðs karla var vitanlega hæstánægður eftir 4-2 samanlagðan sigur á Skotum og sætið í úrslitakeppni EM í Danmörku á næsta ári. 11. október 2010 22:14 Hjörtur Logi: Þetta var mjög erfitt „Skotarnir mættu afar ákveðnir til leiks í kvöld og þetta var mjög erfitt,“ sagði FH-ingurinn Hjörtur Logi Valgarðsson eftir 2-1 sigur Íslands á Skotum í kvöld. 11. október 2010 22:48 Jóhann Berg: Besta tilfinning sem ég hef upplifað „Þetta er sú allra besta tilfinning sem ég hef upplifað á minni ævi,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, eftir sigurinn góða á Skotum í kvöld. 11. október 2010 22:33 Rúrik: Einstaklega ljúft „Það var erfitt að spila á þessum útivelli og vita að þeim hefði dugað 1-0 sigur til að komast áfram,“ sagði Rúrik Gíslason eftir sigur Íslands á Skotlandi í kvöld. 11. október 2010 22:41 Guðlaugur Victor: Draumur að rætast „Tilfinningin er alveg ótrúleg og það var draumur að rætast hér í kvöld,“ sagði Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Liverpool, eftir sigur Íslands á Skotum. 11. október 2010 22:29 Kolbeinn: Íslendingar eiga að vera stoltir af þessum árangri Kolbeinn Sigþórsson þurfti að fara meiddur af velli í hálfleik í leik Íslands og Skotlands í kvöld. Hann var tæpur fyrir leikinn en ákveðið var að láta reyna á meiðslin. 11. október 2010 22:34 Aron Einar: Toppurinn á tilverunni „Þetta er ólýsanlegt. Mér hefur aldrei liðið svona áður. Þetta er toppurinn á tilverunni og maður lifir fyrir svona augnablik,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. 11. október 2010 22:56 Eggert Gunnþór: Hlakka til að rífa kjaft á æfingu Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður Hearts og íslenska U-21 landsliðsins, var hæstánægður eftir sigur landsliðsins á Skotum í kvöld. 11. október 2010 22:52 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö glæsileg mörk gegn Skotum á Easter Road í kvöld og skaut íslenska U-21 árs liðinu í úrslitakeppni EM næsta sumar.Það þarf varla að hafa mörg orð um hversu merkilegur árangur það er. Aðeins átta bestu þjóðir Evrópu í þessum aldursflokki komast í lokamótið og Ísland er í þeim hópi. Það, eitt og sér, er eitt merkasta íþróttaafrek sem unnið hefur verið af Íslendingum. En lengi vel var útlitið nokkuð dökkt í kvöld. Skotum dugði 1-0 sigur til að komast áfram og þeir mættu gríðarlega öflugir til leiks. Það var allt annað að sjá til liðsins en á Laugardalsvellinum á fimmtudaginn þar sem hægt var að undrast á að liðið hefði unnið sinn riðil og komist þetta langt í keppninni. En í kvöld sýndu Skotar að þeir eru með hörkulið. Þeir komu íslenska liðinu í opna skjöldu í fyrri hálfleik og voru strákarnir einfaldlega stálheppnir að sleppa inn í leikhléið án þess að hafa fengið á sig mark. Hættulegasta sóknaraðgerð Skotanna kom á fimmtándu mínútu. Þeir komust í skyndisókn eftir að Ísland tók hornspyrnu. Jamie Murphy, sem skoraði mark Skota á Laugardalsvellinum, náði að komast inn fyrir aftasta varnarmann íslenska liðsins, Hjört Loga Valgarðsson, og skjóta í stöngina. Annar leikmaður Skota náði frákastinu og skaut að marki en í þetta sinn varði Andrés Már Jóhannesson á marklínu. Þriðja marktilraunin kom strax á eftir - bakfallsspyrna en boltinn fór framhjá. Skotarnir voru mjög grimmir í sínum sóknaraðgerðum en sem betur fer voru þeir of ragir við að klára færin með almennilegum Skotum. Þrátt fyrir allt átti Ísland fleiri marktilraunir en Skotar í fyrri hálfleiknum. Gylfi Þór Sigurðsson átti laglegan sprett upp miðjan völlinn snemma leiks sem lauk með ágætu skoti og Aron Einar Gunnarsson átti tvær ágætar skottilraunir af löngu færi. Eyjólfur Sverrisson sýndi í seinni hálfleik að hann er klókur þjálfari. Íslenska liðinu tókst að stöðva uppspil Skotanna að stóru leyti og vann sig inn í leikinn hægt og rólega. Strákarnir fóru að spila betur, voru rólegri í sínum aðgerðum og yfirvegaðir. En færin voru þó fá. Það var ekki fyrr en að rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka að Gylfi Þór tók til sinna mála og braut ísinn. Hann fékk boltann á hættulegum stað og var fljótur að færa sér það í nyt og skoraði afar laglegt mark með glæsilegu skoti. Skotar tóku miðju og áttuðu sig á því að Arnar Darri Pétursson stóð heldur langt frá sínu marki. Chris Maguire lét vaða aog náði að setja boltann yfir Arnar Darra og í markið. En aðeins fimm mínútum síðar tók Gylfi aftur til sinna mála og í aftur „klíndi“ hann boltanum efst í markhornið með bylmingsskoti. Hann hafði haft fremur rólegt um sig lengst af í leiknum en hann sýndi með þessum tveimur mörkum af hverju hann er orðinn einn dýrasti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi. En þegar uppi er staðið skiptir það litlu sem engu máli hvort strákarnir spiluðu vel eða ekki í kvöld. Þeir gerðu nóg til að klára sitt og tryggja farseðilinn til Danmerkur. Þar með var unnið mikið afrek sem mun sjálfsagt vekja athygli víða í knattspyrnuheiminum. Skotland – Ísland 1-2 0-1 Gylfi Þór Sigurðsson (74.) 1-1 Chris Maguire (75.) 1-2 Gylfi Þór Sigurðsson (80.) Easter Road. Áhorfendur: 12.320 Dómari: Markus Strömbergsson, Svíþjóð (8) Skot (á mark): 13–14 (6-7) Varin skot: Martin 5 – Arnar Darri 3 Hornspyrnur: 5–5 Aukaspyrnur fengnar: 11–14 Rangstöður: 0–1Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Skotland U-21 - Ísland U-21.
Fótbolti Tengdar fréttir Gylfi Þór: Vissi að hann færi í samúel Blaðamaður Vísis hitti skælbrosandi Gylfa Þór Sigurðsson eftir sigurinn glæsilega á Skotum í Edinborg í kvöld. 11. október 2010 22:23 Bjarni Þór: Ætlum ekki að vera farþegar í Danmörku „Ég er afar stoltur fyrirliði í dag,“ sagði Bjarni Þór Viðarsson eftir að Ísland tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppni U-21 liða sem fer fram í Danmörku á næsta ári. 11. október 2010 22:44 Eyjólfur: Við erum ekki búnir Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari U-21 liðs karla var vitanlega hæstánægður eftir 4-2 samanlagðan sigur á Skotum og sætið í úrslitakeppni EM í Danmörku á næsta ári. 11. október 2010 22:14 Hjörtur Logi: Þetta var mjög erfitt „Skotarnir mættu afar ákveðnir til leiks í kvöld og þetta var mjög erfitt,“ sagði FH-ingurinn Hjörtur Logi Valgarðsson eftir 2-1 sigur Íslands á Skotum í kvöld. 11. október 2010 22:48 Jóhann Berg: Besta tilfinning sem ég hef upplifað „Þetta er sú allra besta tilfinning sem ég hef upplifað á minni ævi,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, eftir sigurinn góða á Skotum í kvöld. 11. október 2010 22:33 Rúrik: Einstaklega ljúft „Það var erfitt að spila á þessum útivelli og vita að þeim hefði dugað 1-0 sigur til að komast áfram,“ sagði Rúrik Gíslason eftir sigur Íslands á Skotlandi í kvöld. 11. október 2010 22:41 Guðlaugur Victor: Draumur að rætast „Tilfinningin er alveg ótrúleg og það var draumur að rætast hér í kvöld,“ sagði Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Liverpool, eftir sigur Íslands á Skotum. 11. október 2010 22:29 Kolbeinn: Íslendingar eiga að vera stoltir af þessum árangri Kolbeinn Sigþórsson þurfti að fara meiddur af velli í hálfleik í leik Íslands og Skotlands í kvöld. Hann var tæpur fyrir leikinn en ákveðið var að láta reyna á meiðslin. 11. október 2010 22:34 Aron Einar: Toppurinn á tilverunni „Þetta er ólýsanlegt. Mér hefur aldrei liðið svona áður. Þetta er toppurinn á tilverunni og maður lifir fyrir svona augnablik,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. 11. október 2010 22:56 Eggert Gunnþór: Hlakka til að rífa kjaft á æfingu Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður Hearts og íslenska U-21 landsliðsins, var hæstánægður eftir sigur landsliðsins á Skotum í kvöld. 11. október 2010 22:52 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Gylfi Þór: Vissi að hann færi í samúel Blaðamaður Vísis hitti skælbrosandi Gylfa Þór Sigurðsson eftir sigurinn glæsilega á Skotum í Edinborg í kvöld. 11. október 2010 22:23
Bjarni Þór: Ætlum ekki að vera farþegar í Danmörku „Ég er afar stoltur fyrirliði í dag,“ sagði Bjarni Þór Viðarsson eftir að Ísland tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppni U-21 liða sem fer fram í Danmörku á næsta ári. 11. október 2010 22:44
Eyjólfur: Við erum ekki búnir Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari U-21 liðs karla var vitanlega hæstánægður eftir 4-2 samanlagðan sigur á Skotum og sætið í úrslitakeppni EM í Danmörku á næsta ári. 11. október 2010 22:14
Hjörtur Logi: Þetta var mjög erfitt „Skotarnir mættu afar ákveðnir til leiks í kvöld og þetta var mjög erfitt,“ sagði FH-ingurinn Hjörtur Logi Valgarðsson eftir 2-1 sigur Íslands á Skotum í kvöld. 11. október 2010 22:48
Jóhann Berg: Besta tilfinning sem ég hef upplifað „Þetta er sú allra besta tilfinning sem ég hef upplifað á minni ævi,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, eftir sigurinn góða á Skotum í kvöld. 11. október 2010 22:33
Rúrik: Einstaklega ljúft „Það var erfitt að spila á þessum útivelli og vita að þeim hefði dugað 1-0 sigur til að komast áfram,“ sagði Rúrik Gíslason eftir sigur Íslands á Skotlandi í kvöld. 11. október 2010 22:41
Guðlaugur Victor: Draumur að rætast „Tilfinningin er alveg ótrúleg og það var draumur að rætast hér í kvöld,“ sagði Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Liverpool, eftir sigur Íslands á Skotum. 11. október 2010 22:29
Kolbeinn: Íslendingar eiga að vera stoltir af þessum árangri Kolbeinn Sigþórsson þurfti að fara meiddur af velli í hálfleik í leik Íslands og Skotlands í kvöld. Hann var tæpur fyrir leikinn en ákveðið var að láta reyna á meiðslin. 11. október 2010 22:34
Aron Einar: Toppurinn á tilverunni „Þetta er ólýsanlegt. Mér hefur aldrei liðið svona áður. Þetta er toppurinn á tilverunni og maður lifir fyrir svona augnablik,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. 11. október 2010 22:56
Eggert Gunnþór: Hlakka til að rífa kjaft á æfingu Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður Hearts og íslenska U-21 landsliðsins, var hæstánægður eftir sigur landsliðsins á Skotum í kvöld. 11. október 2010 22:52