„Ég vona bara að unga fólkið skapi betri heim“ 3. júlí 2010 19:44 Fordómar mega aldrei stjórna fólki. Það er mikilvægasta lexían sem mannkynið getur dregið af helförinni. Þetta segir maður sem ungur að árum slapp lifandi úr útrýmingarbúðunum í Auschwitz. Hann hélt í vikunni fyrirlestur í Háskóla Íslands þar sem hann deildi reynslu sinni með gestum og afkomendum sem hann á hér á landi. George Berman fæddist í Póllandi árið 1923 og er því á 87. aldursári. Á langri ævi hefur hann séð ólýsanlegan hrylling en einnig upplifað mikla hamingju. Síðustu ár hefur hann haldið fyrirlestra og greint frá reynslu sinni í seinni heimstyrjöldinni. Lífinu í gettóinu þar sem hungur, þrælkunarvinna, misþyrmingar og morð voru hluti af daglegu lífi fólks og svo þeim ólýsanlega hrylling og grimmd sem fyrir augu bar í útrýmingarbúðunum í Auschwitz. Þar missti hann foreldra sína og horfði á börn horfa á reykinn sem liðaðist úr strompunum og fá þær útskýringar að foreldrar þeirra væru þar. George segir heppni hafa haldið í sér lífinu í stríðinu. Hamingjan hafi síðar umvafið sig og fjölskylduna sem hann eignaðist síðar en hér á landi á hann einn son. En hvernig tekst maður á við minningar eins og þær sem George á án þess að bugast? „Í fyrsta lagi verð ég að segja að það var dæmigert fyrir fólk eins og mig að við töluðum ekki um þetta eftir stríðið. Hvorki okkar á milli né við aðra. En þegar maður eldist verður manni ljóst að þessa sögu verður að segja svo hún endurtaki sig ekki." George segir að helsti lærdómurinn sé að koma í veg fyrir að kynþáttahatur fái að þrífast. „Mikilvægast er að hafa áhrif á ríkisstjórnir svo þær leyfi ekki styrjöldum að brjótast út aftur og aftur. Heimurinn í dag er fullur af hryllingi. Það er sama hvert farið er, það eru vandamál vegna hryðjuverkastarfsemi, stríða og kynþáttahaturs. Ég vona bara að unga fólkið skapi betri heim." Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Fleiri fréttir Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Sjá meira
Fordómar mega aldrei stjórna fólki. Það er mikilvægasta lexían sem mannkynið getur dregið af helförinni. Þetta segir maður sem ungur að árum slapp lifandi úr útrýmingarbúðunum í Auschwitz. Hann hélt í vikunni fyrirlestur í Háskóla Íslands þar sem hann deildi reynslu sinni með gestum og afkomendum sem hann á hér á landi. George Berman fæddist í Póllandi árið 1923 og er því á 87. aldursári. Á langri ævi hefur hann séð ólýsanlegan hrylling en einnig upplifað mikla hamingju. Síðustu ár hefur hann haldið fyrirlestra og greint frá reynslu sinni í seinni heimstyrjöldinni. Lífinu í gettóinu þar sem hungur, þrælkunarvinna, misþyrmingar og morð voru hluti af daglegu lífi fólks og svo þeim ólýsanlega hrylling og grimmd sem fyrir augu bar í útrýmingarbúðunum í Auschwitz. Þar missti hann foreldra sína og horfði á börn horfa á reykinn sem liðaðist úr strompunum og fá þær útskýringar að foreldrar þeirra væru þar. George segir heppni hafa haldið í sér lífinu í stríðinu. Hamingjan hafi síðar umvafið sig og fjölskylduna sem hann eignaðist síðar en hér á landi á hann einn son. En hvernig tekst maður á við minningar eins og þær sem George á án þess að bugast? „Í fyrsta lagi verð ég að segja að það var dæmigert fyrir fólk eins og mig að við töluðum ekki um þetta eftir stríðið. Hvorki okkar á milli né við aðra. En þegar maður eldist verður manni ljóst að þessa sögu verður að segja svo hún endurtaki sig ekki." George segir að helsti lærdómurinn sé að koma í veg fyrir að kynþáttahatur fái að þrífast. „Mikilvægast er að hafa áhrif á ríkisstjórnir svo þær leyfi ekki styrjöldum að brjótast út aftur og aftur. Heimurinn í dag er fullur af hryllingi. Það er sama hvert farið er, það eru vandamál vegna hryðjuverkastarfsemi, stríða og kynþáttahaturs. Ég vona bara að unga fólkið skapi betri heim."
Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Fleiri fréttir Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Sjá meira