Umfjöllun: Blikar loksins á toppinn Stefán Pálsson skrifar 5. júlí 2010 15:15 Blikar komu sér í kvöld á topp Pepsi-deildar karla með góðum 3-1 sigri á nýliðum Selfoss í tíundu umferð Pepsi-deildar karla. Fyrir leiki kvöldsins í Pepsi-deildinni voru Selfyssingar í tíunda sæti með 7 stig, en Blikar þriðja sæti með 17 stig. Með sigri gátu Blikar komist í efsta sæti Pepsi-deildarinnar í fyrsta skipti í langan tíma og því var til mikils að vinna fyrir gestina. Heimamenn máttu alls ekki við tapi þar sem þeir berjast óðum við að halda sæti sínu í efstu deild. Leikurinn hófst heldur rólega en það voru Blikar sem byrjuðu betur og virtust ætla taka öll völd á vellinum. Fyrsta korterið af leiknum voru Selfyssingar ekki mættir til leiks en þeir komust lítið í takt við leikinn. Engu að síður voru það heimamenn sem fengu fyrsta færi leiksins sem kom á 21.mínútu leiksins. Þá komst Sævar Þór Gíslason inn fyrir vörn Blika og átti fínt skot rétt framhjá. Það má segja að með því skoti hafi Selfyssingar mætt til leiks. Liðin skiptust síðan á að sækja og fengu nokkur góð færi, en það voru gestirnir sem náðu að brjóta ísinn með marki nokkrum sekúndum fyrir lok fyrri hálfleiks. Kristinn Steindórsson skoraði virkilega flott mark eftir fína hornspyrnu frá Kristni Jónssyni. Selfyssingar hefðu ekki getað fengið mark á sig á verri tíma því Jóhannes Valgeirsson, dómari leiksins, flautaði til hálfleiks strax eftir markið og því staðan 0-1 í hálfleik. Blikar létu heldur betur kné fylgja kviði og komu sterkir út í síðari hálfleikinn. Það virtist sem svo að Selfyssingar væru ekki enn búnir að ná sér eftir markið. Þvert gegn gangi leiksins náðu Selfyssingar að jafna metin á 57.mínútu. Skelfileg varnarmistök hjá Kára Ársælssyni , varnarmanni Blikar, urðu þess valdandi að Einar Ottó Antonsson náði boltanum og skoraði flott mark fyrir Selfyssinga. Blikar létu markið ekki trufla sinn leik og náðu að komast yfir tíu mínútum síðar en þar var að verki framherjinn Guðmundur Pétursson, en hann skoraði einkar fallegt mark með skoti rétt fyrir utan vítateig. Aðeins einni mínútu síðar fékk Sævar Þór Gíslason , fyrirliði Selfyssinga, algjört dauðafæri en á einhvern óskiljanlegan hátt renndi hann boltanum framhjá markinu. Síðustu 20 mínútur leiksins voru algjörlega eign gestanna og náðu þeir að bæta við þriðja markinu rétt fyrir leikslok. Þá var Kristinn Steindórsson aftur mættur en hann kórónaði leik sinn með öðru marki og kom Blikum á toppinn í Pepsi-deild karla. Selfoss - Breiðablik 1-3 0-1 Kristinn Steindórsson (46.) 1-1 Einar Ottó Antonsson (57.) 1-2 Guðmundur Pétursson (66.) 1-3 Kristinn Steindórsson (90). Selfossvöllur - Áhorfendur: 1023 Dómari: Jóhannes Valgeirsson 8 Skot (á mark): 9-8 (4-4)Varin skot: Jóhann 2– Ingvar 3Horn: 4-8 Aukaspyrnur fengnar 14-9Rangstöður 0-5 Selfoss (4-4-2): Jóhann Ólafur Sigurðsson 6 Guðmundur Þórarinsson 6 Agnar Bragi Magnússon 6 Kjartan Sigurðsson 6 Ingólfur Þórarinsson 5 (73. Ingþór Jóhann Guðmundsson -) Einar Ottó Antonsson 7 Jón Guðbrandsson 5 Jón Daði Böðvarsson 5 Jón Steindór Sveinsson 6 (87. Ingi Rafn Ingibergsson - ) Daði Birgisson 6 Sævar Þór Gíslason 5 (73. Viðar Örn Kjartansson - ) Breiðablik 4-4-2 Ingvar Kale 6 Kristinn Jónsson 7 Kári Ársælsson 5 Finnur Orri Margeirsson 6 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 7 Olgeir Sigurgeirsson 6 Guðmundur Kristjánsson 5 (81. Árni Kristinn Gunnarsson -) Jökull Elísabetarson 5 Alfreð Finnbogason 5 Guðmundur Pétursson 5 (81. Andri Rafn Yeoman - )Kristinn Steindórsson 8 – Maður leiksins Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Selfoss - Breiðablik. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Blikar komu sér í kvöld á topp Pepsi-deildar karla með góðum 3-1 sigri á nýliðum Selfoss í tíundu umferð Pepsi-deildar karla. Fyrir leiki kvöldsins í Pepsi-deildinni voru Selfyssingar í tíunda sæti með 7 stig, en Blikar þriðja sæti með 17 stig. Með sigri gátu Blikar komist í efsta sæti Pepsi-deildarinnar í fyrsta skipti í langan tíma og því var til mikils að vinna fyrir gestina. Heimamenn máttu alls ekki við tapi þar sem þeir berjast óðum við að halda sæti sínu í efstu deild. Leikurinn hófst heldur rólega en það voru Blikar sem byrjuðu betur og virtust ætla taka öll völd á vellinum. Fyrsta korterið af leiknum voru Selfyssingar ekki mættir til leiks en þeir komust lítið í takt við leikinn. Engu að síður voru það heimamenn sem fengu fyrsta færi leiksins sem kom á 21.mínútu leiksins. Þá komst Sævar Þór Gíslason inn fyrir vörn Blika og átti fínt skot rétt framhjá. Það má segja að með því skoti hafi Selfyssingar mætt til leiks. Liðin skiptust síðan á að sækja og fengu nokkur góð færi, en það voru gestirnir sem náðu að brjóta ísinn með marki nokkrum sekúndum fyrir lok fyrri hálfleiks. Kristinn Steindórsson skoraði virkilega flott mark eftir fína hornspyrnu frá Kristni Jónssyni. Selfyssingar hefðu ekki getað fengið mark á sig á verri tíma því Jóhannes Valgeirsson, dómari leiksins, flautaði til hálfleiks strax eftir markið og því staðan 0-1 í hálfleik. Blikar létu heldur betur kné fylgja kviði og komu sterkir út í síðari hálfleikinn. Það virtist sem svo að Selfyssingar væru ekki enn búnir að ná sér eftir markið. Þvert gegn gangi leiksins náðu Selfyssingar að jafna metin á 57.mínútu. Skelfileg varnarmistök hjá Kára Ársælssyni , varnarmanni Blikar, urðu þess valdandi að Einar Ottó Antonsson náði boltanum og skoraði flott mark fyrir Selfyssinga. Blikar létu markið ekki trufla sinn leik og náðu að komast yfir tíu mínútum síðar en þar var að verki framherjinn Guðmundur Pétursson, en hann skoraði einkar fallegt mark með skoti rétt fyrir utan vítateig. Aðeins einni mínútu síðar fékk Sævar Þór Gíslason , fyrirliði Selfyssinga, algjört dauðafæri en á einhvern óskiljanlegan hátt renndi hann boltanum framhjá markinu. Síðustu 20 mínútur leiksins voru algjörlega eign gestanna og náðu þeir að bæta við þriðja markinu rétt fyrir leikslok. Þá var Kristinn Steindórsson aftur mættur en hann kórónaði leik sinn með öðru marki og kom Blikum á toppinn í Pepsi-deild karla. Selfoss - Breiðablik 1-3 0-1 Kristinn Steindórsson (46.) 1-1 Einar Ottó Antonsson (57.) 1-2 Guðmundur Pétursson (66.) 1-3 Kristinn Steindórsson (90). Selfossvöllur - Áhorfendur: 1023 Dómari: Jóhannes Valgeirsson 8 Skot (á mark): 9-8 (4-4)Varin skot: Jóhann 2– Ingvar 3Horn: 4-8 Aukaspyrnur fengnar 14-9Rangstöður 0-5 Selfoss (4-4-2): Jóhann Ólafur Sigurðsson 6 Guðmundur Þórarinsson 6 Agnar Bragi Magnússon 6 Kjartan Sigurðsson 6 Ingólfur Þórarinsson 5 (73. Ingþór Jóhann Guðmundsson -) Einar Ottó Antonsson 7 Jón Guðbrandsson 5 Jón Daði Böðvarsson 5 Jón Steindór Sveinsson 6 (87. Ingi Rafn Ingibergsson - ) Daði Birgisson 6 Sævar Þór Gíslason 5 (73. Viðar Örn Kjartansson - ) Breiðablik 4-4-2 Ingvar Kale 6 Kristinn Jónsson 7 Kári Ársælsson 5 Finnur Orri Margeirsson 6 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 7 Olgeir Sigurgeirsson 6 Guðmundur Kristjánsson 5 (81. Árni Kristinn Gunnarsson -) Jökull Elísabetarson 5 Alfreð Finnbogason 5 Guðmundur Pétursson 5 (81. Andri Rafn Yeoman - )Kristinn Steindórsson 8 – Maður leiksins Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Selfoss - Breiðablik.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast