Erlent

Lífseig amma: Var úrskurðuð látin en vaknaði á útfarastofunni

Maria das Dores da Conceicao er harðari af sér en hún lítur út fyrir að vera.
Maria das Dores da Conceicao er harðari af sér en hún lítur út fyrir að vera.

Starfsfólki útfarastofu í í brasilísku borginni Belo Horizonte brá heldur betur í brún í liðinni viku þegar hin 88 ára gamla Maria das Dores da Conceicao fór að hreyfa sig í líkkistu sem hún hafði verið lögð í.

María var úrskurðuð látin á spítala fyrr um daginn og færð á útfarastofuna til greftrunar. Hún var lögð í opna líkkistu í þeirri trú að hún væri öll. En annað kom á daginn, um kvöldið, sama dag og María hafði verið úrskurðuð látin, tóku starfsmenn útfarastofunnar eftir því að hún hreyfði sig lítillega.

Þegar þeir könnuðu lífsmark Maríu kom í ljós að hún var sprellifandi.

Reyndar er sprellifandi orðum ofaukið því María er verulega veik auk þess sem hún er með Alzheimer.

Dóttir Maríu og aðstandendur eru forviða yfir vinnubrögðum spítalans sem úrskuðuð konuna látna en ánægð með lífseigu ömmuna sína. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni og læknayfirvöldum.

María var færð í snatri á gjörgæslu. Hún hefur ekki komist til meðvitundar.

Það var Daily Mail sem greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×