Innlent

Daily Star biður Eið Smára afsökunar

Boði Logason skrifar
Fréttin eins og birtist í Daily Star í byrjun maí
Fréttin eins og birtist í Daily Star í byrjun maí

Eiður Smári Guðjohnsen fyrrverandi landsliðsfyrirliði hefur ákveðið að hætta við málshöfðun gegn breska blaðinu Daily Star. Blaðið hefur nú beðið Eið Smára afsökunar á frétt sem það birti um hann í byrjun maí síðastliðnum. Þar sagði blaðið að Eiður Smári hefði heilsað með nasistakveðju þar sem hann var á bar með vinum sínum.

Í dag segir blaðið að þeir taki Eið trúanlegan þegar hann segist hafa verið í raun og veru að segja grófan brandara í hópi vina sinna og látbragðið hafi alls ekki átt að gefa til kynna kveðju að hætti nasista.

Eggert Skúlason, talsmaður Eiðs Smára, segir í samtali við fréttastofu að blaðið hafi gert það sem Eiður fór fram á; að biðjast afsökunar. Því hafi hann ákveðið að fara ekki með málið lengra. Hann segir að markmið Eiðs hafi ekki verið að fara í mál við blaðið.

Afsökunarbeiðni Daily Star










Tengdar fréttir

Fréttin um Eið Smára fjarlægð af vef Daily Star

Fréttin um Eið Smára Gudjohnsen í breska blaðinu Daily Star hefur verið fjarlægð af heimasíðu blaðsins. Í fréttinni var Eiður ásakaður um að hafa heilsað með nasistakveðju á dögunum. Fréttin hefur vakið gríðarmikla athygli en Eiður Smári hefur í yfirlýsingu þvertekið fyrir að hafa verið að líkja eftir nasistakveðjunni.

Eiður vísar ásökunum um nasisma á bug

„Ég hef lesið, mér til mikilla hörmunga, grein í Daily Star í dag, þar sem ég er sakaður um að heilsa með nasistakveðju,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður hjá Tottenham, í yfirlýsingu sem hann sendi dagblaðinu Daily Star, í morgun. „Á myndinni sést ég benda með einum fingri en með annan fingur á vörinni. Þetta er ekki og var ekki nasistakveðja,“ segir Eiður.

Eiður Smári sakaður um nasisma

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Íslands í knattspyrnu, er sakaður um að heilsa með nasistakveðju á forsíðu bresks dagblaðsins Daily Star í dag.

Svona hljómaði brandari Eiðs Smára

Eiður Smári Guðjohnsen er heldur betur í kastljósi breskra fjölmiðla eftir að götublaðið Daily Star birti flennistóra mynd af honum á forsíðu blaðsins og frétt um að þarna hafi hann heilsað að hætti nasista. Málið þykir mikið hneyksli í Bretlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×