Lífið

Svona hljómaði brandari Eiðs Smára

Eiður Smári á forsíðu Daily Star. Hann var að segja brandara um Mexíkóa en ekki heilsa að hætti nasista. Frank Lampard hlustaði á gamanmál Eiðs en ekki er vitað hvort hann hafi hlegið.
Eiður Smári á forsíðu Daily Star. Hann var að segja brandara um Mexíkóa en ekki heilsa að hætti nasista. Frank Lampard hlustaði á gamanmál Eiðs en ekki er vitað hvort hann hafi hlegið.

Eiður Smári Guðjohnsen er heldur betur í kastljósi breskra fjölmiðla eftir að götublaðið Daily Star birti flennistóra mynd af honum á forsíðu blaðsins og frétt um að þarna hafi hann heilsað að hætti nasista. Málið þykir mikið hneyksli í Bretlandi.

Eiður og fjölmiðlafulltrúi hans, Eggert Skúlason, hafa lýst því yfir að knattspyrnuhetjan hafi verið að segja brandara um Mexíkó. Fréttablaðið hefur komist á snoðir um hvernig brandarinn hljómar og er hann birtur hér á ensku með íslenskri þýingu fyrir aftan og útskýringum á látbragðinu:

„I know some words in mexican,“ eða „Ég kann nokkur orð á mexíkósku.“ (áheyrendur spyrja hvaða orð það séu og brandarakarlinn setur tvo fingur yfir efri vörina á sér til að mynda yfirvaraskegg eins og erkitýpa Mexíkóa er hvað þekktust fyrir að bera og segir: „Hey Gringo, how much for your wife and children?“ sem myndi útleggjast „Heyrðu Gringo, hversu mikið fæ ég fyrir konuna þína og börnin?“ Brandarinn gengur semsagt út á það að sá sem segir brandarann kunni ekki stakt orð í mexíkósku heldur segi eftirfarandi orð á ensku. Rétt er að halda því til haga að opinbert tungumál í Mexíkó er spænska.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var það tilviljun ein að hönd Eiðs, sem í Daily Star er sögð hafa verið nasistakveðjan, sé í þeirri stöðu sem myndin sýnir. Hún tengist allavega ekkert brandaranum. Þá herma sömu heimildir að myndin sé tekin í gegnum glugga skemmtistaðarins á miðnætti, skömmu eftir að staðnum var lokað.

Með Eiði í för var meðal annars enski landsliðsmaðurinn Frank Lampard en ekki er vitað hvort honum fannst brandarinn um Gringo fyndinn.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.