Innlent

Skemmtiferðaskipum fjölgar

Von er á fleiri skemmtiferðaskipum hingað til lands en í fyrra.Fréttablaðið/GVA
Von er á fleiri skemmtiferðaskipum hingað til lands en í fyrra.Fréttablaðið/GVA

„Það stefnir allt í enn frekari fjölgun á komum skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur í sumar. Við erum með bókaðar um 120 viðkomur skemmtiferðaskipa til landsins, þar af um 40 til Reykjavíkur,“ er haft eftir Birni Einarssyni, framkvæmdastjóra TVG-Zimsen, í tilkynningu fyrirtækisins.

TVG-Zimsen sér nú í fyrsta skipti um að þjónusta skemmtiferðaskip á Íslandi undir nafni TVG Zimsen - Eimskip Cruise Agency.

„Tæplega 72 þúsund farþegar heimsóttu Ísland með skemmtiferðaskipum á síðasta ári sem var 16 prósenta aukning frá árinu 2008. Nú í ár má því búast við enn fleiri ferðamönnum sem koma sjóleiðina til landsins,“ segir í tilkynningunni. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×