Innlent

Heitavatnslaust í Reykárhverfi

Í kjölfar rafmagnsbilunar í gærkveldi bilaði hraðastýring á dælu sem þjónar Reykárhverfi sem ollu truflunum í rekstri dreifikerfis á svæðinu. Í dag varð síðan bilun í stofnæð sem veldur því að heitavatnslaust er í Reykárhverfi að því er fram kemur í tilkynningu frá Norðurorku.

Unnið er að viðgerð en ekki er á þessari stundu hægt að segja til um hvenær henni lýkur en jafnvel búist við að það verði ekki fyrr en undir nótt.

Húseigendur er beðnir að fylgjast vel með húsveitum sínum þegar vat kemur á að nýju. Sérstaklega skal fylgjast með öryggislokum á hitaveitugrind. Gæta að lofti í kerfinu, í gólfhitadælum o.s.frv. Leitið strax til fagmanna ef það á við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×