Innlent

Reyndi að brjótast inn til sinnar fyrrverandi

Karlmaður gistir nú fangageymslu á Selfossi en hann var handtekinn í nótt þegar hann reyndi að brjóta sér leið inn á heimili fyrrverandi eiginkonu sinnar og núverandi sambýlismanns hennar.

Hann hafði brotið rúðu og var að reyna að komast inn þegar lögreglu var að garði. Parið hafði orðið mannsins vart og hringdu þau á lögregluna. Maðurinn var mjög ölvaður og verður hann yfirfheyrður síðar í dag þegar ástand hans hefur batnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×