Enski boltinn

Roy Hodgson sagði Philipp Degen að hann mætti fara frá Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Philipp Degen í baráttunni við Gylfa Þór Sigurðsson í leik á móti Reading á síðasta tímabili.
Philipp Degen í baráttunni við Gylfa Þór Sigurðsson í leik á móti Reading á síðasta tímabili. Mynd/AFP
Svissneski varnarmaðurinn Philipp Degen er ekki inn í framtíðarplönum Roy Hodgson og nýi stjórinn hefur sagt hinum 27 ára gamla leikmanni að hann megi leita sér að nýju félagi.

Philipp Degen hefur aðeins spilað þrettán leiki fyrir Liverpool þar af átta þeirra í byrjunarliði. Hann kom til Liverpool á frjálsri sölu frá Borussia Dortmund í júlí 2008.

„Við töluðum saman á góðum nótum og hann vill fá að spila fótbolta. Við munum ekki standa í vegi fyrir honum í því að leita sér að nýju félagi," sagði Roy Hodgson.

Roy Hodgson er að taka til í herbúðum Liverpool og segist hvergi nærri vera hættur í að byggja upp nýjan leikmannahóp fyrir komandi tímabil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×