Enski boltinn

Leikmenn City reyna fyrir sér í tískubransanum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Þessi fatalína sem leikmenn Manchester City sína er ansi litrík.
Þessi fatalína sem leikmenn Manchester City sína er ansi litrík.

Fashion Kicks heitir tískuhátíð sem nú stendur yfir í Manchester. Hátíðin er haldin til styrktar krabbameinssamtökum en Shay Given, markvörður Manchester City, er skipuleggjandi hennar.

Hann hefur fengið nokkra liðsfélaga sína til að koma fram á hátíðinni og sýna föt. Emmanuel Adebayor, Stephen Ireland, Carlos Tevez og Kolo Toure hafa allir stigið á svið.

Hægt er að sjá fleiri myndir frá tískusýningunni á heimasíðu The Sun með því að smella hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×