Erlent

Í fangelsi fyrir að skipuleggja orgíur

Prófessorinn er ekki par ánægður með hnýsni kínverskra yfirvalda.
Prófessorinn er ekki par ánægður með hnýsni kínverskra yfirvalda. MYND/AP

Kínverskur karlmaður á sextugsaldri sér fram á breytta lifnaðarhætti en hann var á dögunum dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að taka þátt í svallveislum. Málið hefur vakið mikla athygli í Kína en maðurinn hefur stjórnað klúbbi síðustu sex ár þar sem fólk hittist og stundar kynlíf og skiptist á mökum.

Hann var að lokum ákærður fyrir athæfið og sakfelldur fyrir að taka þátt í að minnsta kosti 18 svallveislum.

Maðurinn, sem er háskólaprófessor, er þó ekki af baki dottinn og ætlar að áfrýja dómnum enda segir hann að stjórnvöldum komi ekkert við hvernig hann hagi sínu kynlífi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×