Erlent

Hjólastólaþjófar gleymdu að fela slóðina - handteknir stuttu síðar

Mennirnir reyndu að flýja í hjólastólunum.
Mennirnir reyndu að flýja í hjólastólunum.

Þrír sænskir þjófar voru handteknir í gær eftir að þeir höfðu brotist inn í geymslur í tveimur fjölbýlishúsum í Helsingborg í Suður Svíþjóð. Málið hefur vakið talsverða athygli því tveir þjófanna voru í hjólastólum.

„Það sást til fólksins á vettvanginum en þeim tókst þá að komast undan. Þeir komust hinsvegar ekki langt þar sem tveir þeirra eru í hjólastjólum. Förin voru augljós og við þurftum ekki einu sinni að notast við leitarhunda," sagði yfirlögregluþjónninn Leif Nilsson í viðtali við Kvállsposten.

Þjófarnir þrír, ein kona og tveir karlmenn, voru handteknir skammt frá húsunum sem þeir brutust inn í. Allir þjófarnir eru góðkunningjar lögreglunni í Helsingborg. Þess má reyndar geta að þjófarnir eru ekki fatlaðir.

Enn á eftir að endurheimta allt þýfið en lögreglan fann búnað sem þjófarnir eru grunaðir um að hafa notast við til þess að brjótast inn í geymslurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×