Umfjöllun: Eyjamenn fyrstir til að vinna Stjörnuna í Garðabænum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. júlí 2010 13:18 Mynd/Daníel ÍBV er aftur komið á topp Pepsi-deildar karla eftir 2-0 útisigur á Stjörnunni í Garðabænum. Þetta var fyrsta tap Stjörnumanna á heimavelli í sumar. Tryggvi Guðmundsson kom ÍBV yfir með marki strax á fjórðu mínútu og lagði svo upp síðara mark Eyjamanna fyrir varamanninn Denis Sytnik undir lok leiksins. Tryggvi skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Matt Garner úr aukaspyrnu frá hægri kantinum. Eyjamenn voru eftir þetta fyrst um sinn meira með boltann en án þess þó að hafa skapað sér almennilegt færi. Eftir því sem á leið unnu Stjörnumenn sig betur inn í leikinn og fékk Ellert Hreinsson tvö góð færi á síðasta stundarfjórðungnum. Í bæði skiptin sá Albert Sævarsson, góður markvörður ÍBV, við honum. Svipað var upp á teningnum í síðari hálfleik. Stjörnumenn voru meira með boltann á meðan að ÍBV beitti skyndisóknum. Heimamenn voru hins vegar óvenju bitlausir í sínum sóknarleik og sterk vörn Eyjamanna sá til þess að þeim tókst að skapa sér fá færi. Helst var að Daníel Laxdal næði að skora en hann átti skalla yfir markið úr ágætu færi snemma í síðari háflleiknum. Eyjamenn fengu líka sín færi og átti Finnur Ólafsson fast skot yfir mark heimamanna af vítateigslínunni eftir góða sókn ÍBV. Það var svo undir lok leiksins að Tryggvi gaf góða stungusendingu inn fyrir vörn Stjörnunnar á varamanninn Denis Sytnik. Hann vippaði boltanum glæsilega yfir Bjarna Þórð í marki Stjörnunnar og gulltryggði þar með sigur ÍBV.Stjarnan - ÍBV 0-2 0-1 Tryggvi Guðmundsson (4.) 0-2 Denis Sytnik (89.) Stjörnuvöllur. Áhorfendur: 718.Dómari: Magnús Þórisson (5)Skot (á mark): 12-11 (8-5)Varin skot: Bjarni 3 - Albert 8Horn: 7-3Aukaspyrnur fengnar: 16-12Rangstöður: 4-4Stjarnan (4-5-1): Bjarni Þórður Halldórsson 6 Baldvin Sturluson 7 Daníel Laxdal 6 Marel Baldvinsson 6 Jóhann Laxdal 6 Dennis Danry 5 Þorvaldur Árnason 4 (65. Hilmar Þór Hilmarsson 5) Atli Jóhannsson 5 (77. Tryggvi Bjarnason -) Halldór Orri Björnsson 5 Steinþór Freyr Þorsteinsson 5 Ellert Hreinsson 4ÍBV (4-3-3): Albert Sævarsson 8 James Hurst 7 Eiður Aron Sigurbjörnsson 8 - maður leiksins Rasmus Christiansen 7 Matt Garner 7 Finnur Ólafsson 7 Tony Mawejje 5 (84. Ásgeir Aron Ásgeirsson -) Þórarinn Ingi Valdimarsson 6 Eyþór Helgi Birgisson 5 (65. Denis Sytnik 7) Andri Ólafsson 7 Tryggvi Guðmundsson 8 (90. Yngvi Magnús Borgþórsson -)Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Stjarnan - ÍBV. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
ÍBV er aftur komið á topp Pepsi-deildar karla eftir 2-0 útisigur á Stjörnunni í Garðabænum. Þetta var fyrsta tap Stjörnumanna á heimavelli í sumar. Tryggvi Guðmundsson kom ÍBV yfir með marki strax á fjórðu mínútu og lagði svo upp síðara mark Eyjamanna fyrir varamanninn Denis Sytnik undir lok leiksins. Tryggvi skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Matt Garner úr aukaspyrnu frá hægri kantinum. Eyjamenn voru eftir þetta fyrst um sinn meira með boltann en án þess þó að hafa skapað sér almennilegt færi. Eftir því sem á leið unnu Stjörnumenn sig betur inn í leikinn og fékk Ellert Hreinsson tvö góð færi á síðasta stundarfjórðungnum. Í bæði skiptin sá Albert Sævarsson, góður markvörður ÍBV, við honum. Svipað var upp á teningnum í síðari hálfleik. Stjörnumenn voru meira með boltann á meðan að ÍBV beitti skyndisóknum. Heimamenn voru hins vegar óvenju bitlausir í sínum sóknarleik og sterk vörn Eyjamanna sá til þess að þeim tókst að skapa sér fá færi. Helst var að Daníel Laxdal næði að skora en hann átti skalla yfir markið úr ágætu færi snemma í síðari háflleiknum. Eyjamenn fengu líka sín færi og átti Finnur Ólafsson fast skot yfir mark heimamanna af vítateigslínunni eftir góða sókn ÍBV. Það var svo undir lok leiksins að Tryggvi gaf góða stungusendingu inn fyrir vörn Stjörnunnar á varamanninn Denis Sytnik. Hann vippaði boltanum glæsilega yfir Bjarna Þórð í marki Stjörnunnar og gulltryggði þar með sigur ÍBV.Stjarnan - ÍBV 0-2 0-1 Tryggvi Guðmundsson (4.) 0-2 Denis Sytnik (89.) Stjörnuvöllur. Áhorfendur: 718.Dómari: Magnús Þórisson (5)Skot (á mark): 12-11 (8-5)Varin skot: Bjarni 3 - Albert 8Horn: 7-3Aukaspyrnur fengnar: 16-12Rangstöður: 4-4Stjarnan (4-5-1): Bjarni Þórður Halldórsson 6 Baldvin Sturluson 7 Daníel Laxdal 6 Marel Baldvinsson 6 Jóhann Laxdal 6 Dennis Danry 5 Þorvaldur Árnason 4 (65. Hilmar Þór Hilmarsson 5) Atli Jóhannsson 5 (77. Tryggvi Bjarnason -) Halldór Orri Björnsson 5 Steinþór Freyr Þorsteinsson 5 Ellert Hreinsson 4ÍBV (4-3-3): Albert Sævarsson 8 James Hurst 7 Eiður Aron Sigurbjörnsson 8 - maður leiksins Rasmus Christiansen 7 Matt Garner 7 Finnur Ólafsson 7 Tony Mawejje 5 (84. Ásgeir Aron Ásgeirsson -) Þórarinn Ingi Valdimarsson 6 Eyþór Helgi Birgisson 5 (65. Denis Sytnik 7) Andri Ólafsson 7 Tryggvi Guðmundsson 8 (90. Yngvi Magnús Borgþórsson -)Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Stjarnan - ÍBV.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira