Heilluð af Indlandi 3. september 2010 10:00 Una Hlín Kristjánsdóttir tekur þátt í tískuvikunnu í New York. Hönnun hennar hefur slegið rækilega í gegn undanfarið.fréttablaðið/anton Íslensk hönnun hefur slegið í gegn að undanförnu og íslenskir hönnuðir gerðu góða hluti á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Una Hlín Kristjánsdóttir fékk meðal annars boð á tískuvikuna í New York. Fatahönnuðurinn Una Hlín Kristjánsdóttir stofnaði merkið Royal Extreme fyrr á árinu og hafa viðtökurnar verið gríðarlega góðar. Una Hlín sótti meðal annars tískuvikuna í Kaupmannahöfn í ágúst og fékk nýverið boð á tískuvikuna í New York sem hefst þann 9. september næstkomandi. „Ég komst í samband við nýtt íslenskt fyrirtæki sem heitir Designers Market, en markmið þess er að koma íslenskum hönnuðum á framfæri í Bandaríkjunum. Þau komu mér í samband við fyrirtækið Nordic New York, sem valdi fjögur tískumerki frá Norðurlöndunum til að sýna á tískuvikunni og ég var þar á meðal," útskýrir Una Hlín sem heldur til New York þann 11. september þar sem hún verður bæði með bás á sölusýningunni og tískusýningu. mynd/Oddvar Una Hlín var á meðal þeirra íslensku hönnuða sem tóku þátt í nýyfirstaðinni tískuviku í Kaupmannahöfn og segir hún það að mestu hafa gengið vel. Una Hlín flaug beint til Danmerkur frá Indlandi þar sem hún hafði dvalið í nokkrar vikur á meðan hún undirbjó næstu línu Royal Extreme. Aðspurð segist Una Hlín hafa heillast mikið af Indlandi og segir dvölina þar hafa veitt sér mikinn innblástur. „Nýja línan átti að innihalda um sextíu hluti, en endaði á því að innihalda yfir áttatíu hluti," segir Una Hlín og hlær. „Ég varð svo heilluð af efnunum og litunum sem ég sá á Indlandi að ég bætti við línuna." Ný Royal Extreme verslun opnar þann 20. september auk þess sem sérstök vefverslun fer í gagnið sama dag. Hægt er að skoða hönnun Unu Hlínar á vefsíðunni beroyalextreme.com. sara@frettabladid.is Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Íslensk hönnun hefur slegið í gegn að undanförnu og íslenskir hönnuðir gerðu góða hluti á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Una Hlín Kristjánsdóttir fékk meðal annars boð á tískuvikuna í New York. Fatahönnuðurinn Una Hlín Kristjánsdóttir stofnaði merkið Royal Extreme fyrr á árinu og hafa viðtökurnar verið gríðarlega góðar. Una Hlín sótti meðal annars tískuvikuna í Kaupmannahöfn í ágúst og fékk nýverið boð á tískuvikuna í New York sem hefst þann 9. september næstkomandi. „Ég komst í samband við nýtt íslenskt fyrirtæki sem heitir Designers Market, en markmið þess er að koma íslenskum hönnuðum á framfæri í Bandaríkjunum. Þau komu mér í samband við fyrirtækið Nordic New York, sem valdi fjögur tískumerki frá Norðurlöndunum til að sýna á tískuvikunni og ég var þar á meðal," útskýrir Una Hlín sem heldur til New York þann 11. september þar sem hún verður bæði með bás á sölusýningunni og tískusýningu. mynd/Oddvar Una Hlín var á meðal þeirra íslensku hönnuða sem tóku þátt í nýyfirstaðinni tískuviku í Kaupmannahöfn og segir hún það að mestu hafa gengið vel. Una Hlín flaug beint til Danmerkur frá Indlandi þar sem hún hafði dvalið í nokkrar vikur á meðan hún undirbjó næstu línu Royal Extreme. Aðspurð segist Una Hlín hafa heillast mikið af Indlandi og segir dvölina þar hafa veitt sér mikinn innblástur. „Nýja línan átti að innihalda um sextíu hluti, en endaði á því að innihalda yfir áttatíu hluti," segir Una Hlín og hlær. „Ég varð svo heilluð af efnunum og litunum sem ég sá á Indlandi að ég bætti við línuna." Ný Royal Extreme verslun opnar þann 20. september auk þess sem sérstök vefverslun fer í gagnið sama dag. Hægt er að skoða hönnun Unu Hlínar á vefsíðunni beroyalextreme.com. sara@frettabladid.is
Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira