Enski boltinn

Joe Cole stóðst læknisskoðun og verður númer tíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joe Cole.
Joe Cole. Mynd/Getty Images
Joe Cole er formlega orðinn leikmaður Liverpool eftir að hafa staðist læknisskoðun í Sviss þar sem Liverpool-liðið er í æfingaferð. Cole gerði fjögurra ára samning við Liverpool.

Joe Cole mun spila í treyju númer tíu alveg eins og hann gerði hjá Chelsea. Síðastur til að vera í tíunni hjá Liverpool var Úkraínumaðurinn Andrey Voronin en það er vonandi fyrir stuðningsmenn Liverpool-liðsins að það gangi betur hjá Cole í þessu númeri en hjá Voronin.

Fyrstu fréttir frá Anfield voru að Joe Cole myndi spila í treyju númer 7 og fylgja þar með í fótspor Kenny Dalglish en það reyndist ekki vera rétt. Robbie Keane var síðast í sjöunni hjá Liverpool.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×