Enski boltinn

Lærvöðvinn að angra Alex - frá í mánuð eins og Cech

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alex verður ekki við hlið John Terry í vörninni í fyrstu leikjum tímabilsins.
Alex verður ekki við hlið John Terry í vörninni í fyrstu leikjum tímabilsins. Mynd/Getty Images
Englandsmeistarar Chelsea eru óheppnir með meiðsli leikmanna á undirbúningstímabilinu því auk þess að vera án markvarðarins Petr Cech í byrjun móts þá mun varnarmaðurinn Alex einnig missa af mánuði vegna meiðsla.

Hinn 28 ára brasilíski miðvörður er meiddur á lærvöðva og meiddist á æfingu alveg eins og tékkneski markvörðurinn. Alex er ekki líklegur til að ná fyrsta leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni sem er á móti West Brom 14. ágúst.

Það eru fleiri meiddir því Yossi Benayoun sem kom frá Liverpool fyrir 5,5 milljónir punda er meiddur í nára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×