Innlent

Mörður: Páll segi af sér og skili jeppanum

Mynd/Valgarður Gíslason

Varaþingmaður Samfylkingarinnar vill að Páll Magnússon segi af sér sem útvarpsstjóri. Hann gagnrýnir stjórn stofnunarinnar og tekur upp hanskann fyrir Vinstri græna og ályktun sem samþykkt var flokksráðsfundi flokksins um síðustu helgi þar sem þungum áhyggjum var lýst af stöðu fjölmiðla á Íslandi.

Stjórn RÚV samþykkti í gær ályktun þar sem samþykkt VG er hörmuð. Þá hafnar hún þeim „aðdróttunum sem þar er beint að starfsfólki og starfsemi RÚV." Stjórnin telur ályktunina jafnframt meiðandi fyrir starfsfólk stofnunarinnar.

„Því miður er alltof margt sláandi satt í dónalegu ályktuninni frá VG. Sjónvarpsstöðin stefnir óðfluga að því að verða einskonar Séðs- og heyrðs-útibú með léttmeti til að þjóna auglýsendum, og á meðan drabbast Útvarpið niður í blankheitum og metnaðarleysi á báðum rásum," segir Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, í pistli á Eyjunni.

Mörður vill að Páll og „hin meðvirka" stjórn RÚV líti í eigin barm eftir skýringum á hvernig komið er fyrir stofnunni. Niðurskurður sé ekki það sem Ríkisútvarpið hafi átt skilið í kreppunni.

Þá vill Mörður að Páll víki sem útvarpsstjóri. „Staðreyndin er sú að tilraun Sjálfstæðisflokksins og 2007-gengisins um RÚV ohf. hefur ekki gengið upp. Það á Páll Magnússon að viðurkenna með því að segja fyrst upp sjálfum sér - og skila svo jeppanum dýra."

Pistilinn er hægt að lesa hér.


Tengdar fréttir

VG: Ráðning Davíðs skólabókardæmi um misnotkun

Ráðning Davíðs Oddssonar og Haralds Johannessen sem ritstjórar Morgunblaðsins og sviptingar í mannahaldi eru skólabókardæmi um að fjölmiðlum sé nú grímulaust beitt sem áróðurstækjum eigenda sinna. Þetta er kemur fram í ályktun sem flokksráð Vinstri grænna samþykkti á fundi sínum á Akureyri í dag en þar er þungum áhyggjum lýst af stöðu fjölmiðla á Íslandi.

RÚV hafnar aðdróttunum Vinstri grænna

Stjórn Ríkisútvarpsins harmar ályktun flokksráðs Vinstri grænna um síðustu helgi og „hafnar þeim aðdróttunum sem þar er beint að starfsfólki og starfsemi RÚV.“ Stjórnin telur ályktunina meiðandi fyrir starfsfólk Ríkisútvarpsins og lýsa fádæma vanþekkingu flutningsmanna og þeirra sem hana samþykktu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×