Enski boltinn

Tevez: Neville er hálfviti

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Stríði Carlos Tevez og Gary Neville er hvergi nærri lokið enda var Tevez nú síðast að kalla Neville hálfvita. Hann segist hafa verið að fagna mörkunum til þess að svara Neville.

„Neville kom fram í fjölmiðlum og stóð með stjóranum sínum, sagði að ég væri ekki 25 milljón punda virði. Mér fannst hann hafa rangt fyrir sér því við vorum liðsfélagar og ég vanvirti hann aldrei, ég bar alltaf virðingu fyrir honum," sagði Tevez í viðtali við argentínska útvarpsstöð.

„Mér fannst hann vera að sleikja stjórann upp með þessum ummælum. Það er vont að heyra svona frá leikmönnum en ekki stjórum. Ég myndi aldrei fagna svona gagnvart áhorfendum. Fagninu var beint að Gary Neville. Þegar ég var að fagna hljóp ég fram hjá Gary og sagði við sjálfan mig að þegja. Mér fannst ég ekki ganga of langt en þessu fagni var ekki beint til Fergusons eða stjóranum," sagði Tevez sem sagði Neville að þegja með handahreyfingum sínum í fagninu.

„Það þarf að svara fyrir sig á vellinum. Ég veit að Ferguson elskar mig, þess vegna er hann alltaf að tala um mig. Þegar ég sá þessum ummæli Neville þá hugsaði ég hvað þessi hálfviti væri að tjá sig um mig. Ég hafði aldrei sagt neitt um hann."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×