Umfjöllun. Haukar á uppleið en Keflavík í krísu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. ágúst 2010 10:35 Haukar tóku á móti Keflavík á Vodafonevellinum í dag en þetta var fyrsti leikur 18. umferðar Pepsi-deildar karla. Botnliðið var miklu betra nær allan leikinn og vann sanngjarnan 2-0 sigur. Keflvíkingar byrjuðu leikinn með nokkrum látum en eftir um fimm mínútna leik var eins og allur vindur væri úr liðinu. Haukarnir tóku völdin og byrjuðu að þjarma að gestunum. Yfirburðir Haukanna á miðjunni voru algjörir og leikmenn liðsins voru miklu grimmari allan tímann. Framlína Haukanna var einnig mjög spræk og Haukarnir sköpuðu sér fjölda færa í fyrri hálfleik er þeir sprengdu upp Keflavíkurvörnina hvað eftir annað. Þeir skoruðu þó aðeins eitt mark og það gerði Magnús með laglegum skalla en varnarmenn Keflavíkur gleymdu honum algjörlega í teignum. Magnús byrjaði þá sókn Hauka með því að vinna boltann af Keflvíkingum. Boltinn barst út á vænginn til Úlfars sem sendi fína sendingu á Magnús sem afgreiddi boltann smekklega í netið. Magnús óð annars í færum í þessum leik og hefði hæglega getað skorað þrennu. Hann lét sér þó eitt mark nægja að þessu sinni. Það var sama hvað Keflvíkingar gerðu í þessum leik, þeir voru alltaf undir. Guðjón Pétur skoraði afar smekklegt mark um hálftíma fyrir leikslok er hann óð upp vallarhelming Keflvíkinga, hljóp fram hjá hverjum leikmanni Keflavíkur áður en hann skoraði með laglegu skoti utan leiks. Keflavík náði aldrei að ógna eftir það og Haukar voru líklegri til þess að bæta við ef eitthvað var. Miðað við þennan leik er ótrúlegt til þess að hugsa að Haukar hafi aðeins verið að vinna sinn annan leik í sumar. Leikur liðsins í dag var frábær. Varnarleikurinn ótrúlega massífur og Daði afar öruggur þar fyrir aftan. Miðjumennirnir afar vinnusamir og sterkir. Tríóið í sóknarlínunni líflegt og alltaf líklegt. Haukar hefðu með réttu átt að skora mun meira enda skapaði liðið mikið. Liðsheildin var mögnuð í dag og í raun hvergi veikan blett að finna. Þó svo Willum Þór vilji ekki viðurkenna það fullum fetum þá er eitthvað mikið að hjá Keflavíkurliðinu. Liðið var andlaust, kraftlaust og í raun áhugalaust í dag. Sjálfstraust leikmanna virtist ekki vera mikið og leikmönnum virðist hreinlega ekki liða vel. Hinn sterki varnarleikur liðsins var ein rjúkandi rúst í dag og sóknarleikur liðsins fyrirsjáanlegur. Allar sóknir liðsins voru upp vinstri kantinn og skilaði nákvæmlega engu. Vinnuframlagið var þess utan afar takmarkað. Leikmenn Keflavíkur þurfa að fara í rækilega naflaskoðun og líta á sig sjálfa. Það er ekki hægt að kenna öðrum um því vandamálið liggur hjá þeim. Nú reynir líka á Willum hvort hann hafi það sem til þarf að rífa þetta lið upp úr þeirri holu sem það er komið í. Haukar-Keflavík 2-01-0 Magnús Björgvinsson (24.) 2-0 Guðjón Pétur Lýðsson (59.) Áhorfendur: 663. Dómari: Kristinn Jakobsson 6. Skot (á mark): 12-10 (8-6) Varin skot: Daði 4 – Lasse 5 Horn: 2-8 Aukaspyrnur fengnar: 11-12 Rangstöður: 10-5 Haukar (4-3-3)Daði Lárusson 8 Grétar Atli Grétarsson 6 (89., Kristján Ómar Björnsson -) Daníel Einarsson 7 Jamie McCunnie 8 Gunnar Ormslev Ásgeirsson 7 Ásgeir Þór Ingólfsson 7 Guðjón Pétur Lýðsson 8 – Maður leiksins. Arnar Gunnlaugsson 6 (84., Guðmundur Viðar Mete -) Hilmar Geir Eiðsson 8 Úlfar Hrafn Pálsson 7 Magnús Björgvinsson 7 (86., Alexandre Garcia Canedo -) Keflavík (4-3-3)Lasse Jörgensen 7 Guðjón Árni Antoníusson 4 Haraldur Freyr Guðmundsson 4 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 4 Alen Sutej 5 Einar Orri Einarsson 2 Hólmar Örn Rúnarsson 5 Guðmundur Steinarsson 4 (66., Haukur Ingi Guðnason 6) Magnús Þórir Matthíasson 6 (31., Jóhann Birnir Guðmundsson 6) Magnús Sverrir Þorsteinsson 3 (66., Brynjar Örn Guðmundsson 4) Hörður Sveinsson 2 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis. Sjá má lýsinguna hér.: Haukar - Keflavík Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Sjá meira
Haukar tóku á móti Keflavík á Vodafonevellinum í dag en þetta var fyrsti leikur 18. umferðar Pepsi-deildar karla. Botnliðið var miklu betra nær allan leikinn og vann sanngjarnan 2-0 sigur. Keflvíkingar byrjuðu leikinn með nokkrum látum en eftir um fimm mínútna leik var eins og allur vindur væri úr liðinu. Haukarnir tóku völdin og byrjuðu að þjarma að gestunum. Yfirburðir Haukanna á miðjunni voru algjörir og leikmenn liðsins voru miklu grimmari allan tímann. Framlína Haukanna var einnig mjög spræk og Haukarnir sköpuðu sér fjölda færa í fyrri hálfleik er þeir sprengdu upp Keflavíkurvörnina hvað eftir annað. Þeir skoruðu þó aðeins eitt mark og það gerði Magnús með laglegum skalla en varnarmenn Keflavíkur gleymdu honum algjörlega í teignum. Magnús byrjaði þá sókn Hauka með því að vinna boltann af Keflvíkingum. Boltinn barst út á vænginn til Úlfars sem sendi fína sendingu á Magnús sem afgreiddi boltann smekklega í netið. Magnús óð annars í færum í þessum leik og hefði hæglega getað skorað þrennu. Hann lét sér þó eitt mark nægja að þessu sinni. Það var sama hvað Keflvíkingar gerðu í þessum leik, þeir voru alltaf undir. Guðjón Pétur skoraði afar smekklegt mark um hálftíma fyrir leikslok er hann óð upp vallarhelming Keflvíkinga, hljóp fram hjá hverjum leikmanni Keflavíkur áður en hann skoraði með laglegu skoti utan leiks. Keflavík náði aldrei að ógna eftir það og Haukar voru líklegri til þess að bæta við ef eitthvað var. Miðað við þennan leik er ótrúlegt til þess að hugsa að Haukar hafi aðeins verið að vinna sinn annan leik í sumar. Leikur liðsins í dag var frábær. Varnarleikurinn ótrúlega massífur og Daði afar öruggur þar fyrir aftan. Miðjumennirnir afar vinnusamir og sterkir. Tríóið í sóknarlínunni líflegt og alltaf líklegt. Haukar hefðu með réttu átt að skora mun meira enda skapaði liðið mikið. Liðsheildin var mögnuð í dag og í raun hvergi veikan blett að finna. Þó svo Willum Þór vilji ekki viðurkenna það fullum fetum þá er eitthvað mikið að hjá Keflavíkurliðinu. Liðið var andlaust, kraftlaust og í raun áhugalaust í dag. Sjálfstraust leikmanna virtist ekki vera mikið og leikmönnum virðist hreinlega ekki liða vel. Hinn sterki varnarleikur liðsins var ein rjúkandi rúst í dag og sóknarleikur liðsins fyrirsjáanlegur. Allar sóknir liðsins voru upp vinstri kantinn og skilaði nákvæmlega engu. Vinnuframlagið var þess utan afar takmarkað. Leikmenn Keflavíkur þurfa að fara í rækilega naflaskoðun og líta á sig sjálfa. Það er ekki hægt að kenna öðrum um því vandamálið liggur hjá þeim. Nú reynir líka á Willum hvort hann hafi það sem til þarf að rífa þetta lið upp úr þeirri holu sem það er komið í. Haukar-Keflavík 2-01-0 Magnús Björgvinsson (24.) 2-0 Guðjón Pétur Lýðsson (59.) Áhorfendur: 663. Dómari: Kristinn Jakobsson 6. Skot (á mark): 12-10 (8-6) Varin skot: Daði 4 – Lasse 5 Horn: 2-8 Aukaspyrnur fengnar: 11-12 Rangstöður: 10-5 Haukar (4-3-3)Daði Lárusson 8 Grétar Atli Grétarsson 6 (89., Kristján Ómar Björnsson -) Daníel Einarsson 7 Jamie McCunnie 8 Gunnar Ormslev Ásgeirsson 7 Ásgeir Þór Ingólfsson 7 Guðjón Pétur Lýðsson 8 – Maður leiksins. Arnar Gunnlaugsson 6 (84., Guðmundur Viðar Mete -) Hilmar Geir Eiðsson 8 Úlfar Hrafn Pálsson 7 Magnús Björgvinsson 7 (86., Alexandre Garcia Canedo -) Keflavík (4-3-3)Lasse Jörgensen 7 Guðjón Árni Antoníusson 4 Haraldur Freyr Guðmundsson 4 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 4 Alen Sutej 5 Einar Orri Einarsson 2 Hólmar Örn Rúnarsson 5 Guðmundur Steinarsson 4 (66., Haukur Ingi Guðnason 6) Magnús Þórir Matthíasson 6 (31., Jóhann Birnir Guðmundsson 6) Magnús Sverrir Þorsteinsson 3 (66., Brynjar Örn Guðmundsson 4) Hörður Sveinsson 2 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis. Sjá má lýsinguna hér.: Haukar - Keflavík
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó