Enski boltinn

Endanlega ljóst að Martin Jol verður áfram hjá Ajax

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Jol
Martin Jol Mynd/Getty Images
Martin Jol hefur hafnað því að verða næsti stjóri enska liðsins Fulham eftir að hafa fengið skýr skilaboð frá Ajax að hollenska félagið vilji ekki láta hann fara.

Þetta mál hefur verið lítil sápuópera í breskum fjölmiðlum í vikunni en nú virðist það endanlega vera ljóst að Fulham þarf að leita annað eftir eftirmanni Roy Hodgson sem færði sig yfir til Liverpool 1. júlí.

„Ajax lét mig vita af því að þeir vildu ekki láta mig fara. Ég tel því ljóst að ég get ekki farið á þessum tímapunkti," sagði Martin Jol sem var sjálfur búinn að semja um kaup og kjör við Fulham.

„Ég kom hingað til Ajax síðasta sumar til þess að ná árangri, byggja upp gott lið og hafa gaman af starfinu. Ég stefni á sömu hluti á næsta tímabili," sagði Martin Jol pólítískur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×