Innlent

Endurgreiddi arðgreiðslu

Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur skilað 20 milljóna arðgreiðslu úr fyrirtæki sínu fyrir árið 2006, en þá var eiginfjárstaða fyrirtækisins neikvæð og því um ólöglegan gjörning að ræða.

Ásbjörn var í Kastjjósi kvöldsins á RÚV þar sem arðgreiðslurnar voru til umræðu og þar kom fram að hann hafi ekki áttað sig á því að arðgreiðslan væri ólögleg.

Hann hafi hins vegar farið að skoða málið í kjölfar fyrirspurnar frá Fréttablaðinu og í framhaldinu ákveðið að skila peningunum. DV skýrði frá arðgreiðslunum í síðustu viku.



Tengdar fréttir

Ásbjörn hagnaðist um tugmilljónir

Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks í fjárlaganefnd Alþingis, greiddi sér og konu sinni 65 milljónir króna í arð frá útgerðarfélaginu Nesveri árið 2008. Hann var framkvæmdastjóri Nesvers og eini stjórnarmaður. Greint var frá því í DV að sama ár tapaði fyrirtækið 574 milljónum króna og eigið fé var neikvætt um 157 milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.