Innlent

Steingrímur J: Betri Icesave-lausn eru fréttir um óorðinn hlut

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon.

„Þetta eru fyrirfram fréttir um óorðinn hlut," segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, spurður út í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag þar sem segir að flest bendi til mun betri lausnar í Icesave málinu.

Þá segir ennfremur í fréttinni að Bretar og Hollendingar hafi lýst sig reiðubúna til að semja upp á nýtt um afborganir og vexti. Meðal annars komi til greina að hafa vexti breytilega en ekki fasta eins og fyrra samkomulag kveður á um.

Steingrímur sagði fréttina ótímabæra.

„Það eru engar viðræður komnar af stað, þaðan af síður eru komnar niðurstöður úr þeim," áréttaði Steingrímur sem bætti við að menn væru að reyna þoka málinu áfram.

Aðspurður hvort ríkisstjórn muni funda með stjórnarandstöðunni í dag sagði Steingrímur það ekki útilokað en slíkt væri ekki á dagskránni.


Tengdar fréttir

Flest bendir til mun betri Icesave-lausnar

Grundvöllur að nýjum samningaviðræðum um Icesave er í sjónmáli. Bjartsýni og jákvæðni gætir á öllum vígstöðvum. Samræður stjórnar og stjórnarandstöðu á Íslandi síðustu daga hafa gengið vel og fært menn nær hvorum öðrum. Góður tónn var í breskum og hollenskum ráðherrum á fundi með þremur flokksformönnum í Haag fyrir rúmri viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×