Íslenski boltinn

Þrumufleygur Eiðs Arons - myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eiður fagnar hér marki gegn Stjörnunni ásamt Andra Ólafssyni.
Eiður fagnar hér marki gegn Stjörnunni ásamt Andra Ólafssyni.

Eyjamaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði eitt af mörkum ársins í gærkvöldi er hann tryggði ÍBV sigur á Keflavík.

Mark Eiðs Arons kom á fjórðu mínútu í uppbótartíma og var af dýrari gerðinni. Hann tók boltann á lofti utan teigs og smellti honum í hornið.

Markið og tilþrifin í leiknum má sjá hér.

Öll tilþrifin úr leikjum gærkvöldsins má síðan sjá í Brot af því besta hluta Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×