Enski boltinn

Glazer-fjölskyldan vill enn einu sinni hækka miðaverðið á Old Trafford

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Flestir stuðningsmenn United eru ekki sáttir við eigendur félagsins.
Flestir stuðningsmenn United eru ekki sáttir við eigendur félagsins. Mynd/AFP
Manchester United glímir við miklar skuldir þessa dagana og það lítur út fyrir að ein af lausnunum verði að hækka miðaverð á heimaleiki liðsins. Óvinsældir Glazer-fjölskyldunnar aukast örugglega enn meira við þessar fréttir en miðaverð hefur verið hækkað á hverju ári síðan að hún eignaðist meirihluta í félaginu.

Glazer-fjölskyldan hefur samkvæmt frétt The Guardian hafið viðræður við stjórnarmenn United á Englandi um miðverð á næsta ári og hvort það sé rétt að hækkað það sjötta árið í röð. Ársmiðar hafa hækkað um 48 prósent að meðaltali í tíð fjölskyldunnar á Old Trafford og allt að 68 prósent á sumum stöðum á vellinum.

Manchester United skuldar meira en 700 milljónir punda og borgaði 67 milljónir punda, 12,9 milljarðar íslenskra króna, í vexti á síðasta ári. Glazer-fjölskyldan vill hækka tekjur af heimaleikjum liðsins og ein af augljósustu leiðunum er að hækka miðaverðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×