Enski boltinn

Nicklas Bendtner áfram meiddur - missir af byrjun tímabilsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nicklas Bendtner skoraði eitt mark á HM í sumar.
Nicklas Bendtner skoraði eitt mark á HM í sumar. Mynd/AFP
Nicklas Bendtner er ekki orðinn góður af nárameiðslunum og Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að danski landsliðsmaðurinn muni missa af byrjun tímabilsins. Hinn 22 ára framherji hefur aldrei náð sér að fullu eftir að hafa farið í náraaðgerð í nóvember á síðasta ári.

Nicklas Bendtner fórnaði sér fyrir danska landsliðið og byrjaði alla þrjá leiki liðsins á HM í Suður-Afríku.

„Bendtner verður ekki klár í byrjun tímabilsins. Við vitum ekki hversu slæmt þetta er," sagði Arsene Wenger.

Bendtner kom snemma úr sumarfríi til að láta skoða meiðslin en hann segist stundum eiga erfitt að komast fram úr rúminu.

Bendtner tekur sjálfur að rekja megi þessi meiðsli síðan að hann klessukeyrði bílinn sinn í nóvember í fyrra eftir 3-0 sigur Arsenal á Tottenham.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×