Erlent

Var byrjaður að brjótast inn sextán ára

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Assange var látinn laus gegn tryggingu í vikunni. Mynd/ afp.
Assange var látinn laus gegn tryggingu í vikunni. Mynd/ afp.
Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var byrjaður að brjótast inn í tölvukerfi þegar að hann var sextán ára gamall. Hann setti sér þá nokkrar reglur um innbrot sín, eins og fram kemur í ítarlegri úttekt í Fréttablaðinu í dag.

Fyrsta reglan var að valda ekki neinum skemmdum í þeim tölvukerfum sem hann braust inn í, önnur var að breyta ekki neinum upplýsingum í þeim og sú þriðja var að deila upplýsingunum með öðrum.

Assange stofnaði WikiLeaks árið 2006 sem vettvang fyrir uppljóstrara sem vilja koma á framfæri gögnum sem áttu að verða leynigögn. Hann segir að tilgangurinn hafi aldrei verið sá að valda tjóni.

Ítarlega umfjöllun um Assange má lesa hér
.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×