Erlent

Vill blása lífi í friðarviðræður

Joe biden
Joe biden
Utanríkismál Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir mikilvægt að blása lífi í friðarviðræður fyrir botni Miðjarðarhafs á milli Ísraela og Palestínumanna. Deilur um nýja 1.600 íbúða byggð Ísraela í austurhluta Jerúsalem megi ekki setja stein í götu þeirra. Friðarviðræðurnar hafa nú verið á salti í rúmt ár.

Varaforsetinn er nú staddur í Ísrael og ræðir við ráðamenn beggja vegna samningaborðsins. Hann sagði í fyrirlestri við háskólann í Tel Aviv í gær Ísraela meðal bestu vina Bandaríkjamanna. Þeir mættu hins vegar ekki bregðast traustinu, sem á þá væri lagt. - jab



Fleiri fréttir

Sjá meira


×