Íslenski boltinn

Ólafur Örn: Það eru fleiri leikir eftir

Elvar Geir Magnússon skrifar

Ólafur Örn Bjarnason, spilandi þjálfari Grindavíkur, var í kvöld viðstaddur tapleik hjá liðinu í fyrsta sinn í sumar. Grindavík beið lægri hlut á heimavelli sínum gegn Breiðabliki.

„Fyrri hálfleikurinn var skítsæmilegur en leikurinn var aðeins of opinn. Gegn liði eins og Breiðabliki gengur það ekki."

„Eftir að þeir komust í 2-0 fóru menn að fórna sér of mikið fram og þá refsuðu þeir. Á móti svona góðu liði þá fær maður það í andlitið," sagði Ólafur Örn eftir leik.

„En þetta var bara einn tapleikur. Það eru fleiri leikir eftir. Það er bara að spýta í lófana og einbeita sér að næsta leik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×