Fótbolti

Missir Robben líka af HM?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wesley Sneijder reynir að hugga Arjen Robben eftir leikinn í dag.
Wesley Sneijder reynir að hugga Arjen Robben eftir leikinn í dag. Nordic Photos / AFP
Undanfarna daga hafa borist fregnir af stórstjörnum sem missa af HM í Suður-Afríku vegna meiðsla. Nú virðist sem svo að Arjen Robben sé að bætast í þann hóp.

Robben kom inn á sem varamaður í æfingaleik gegn Ungverjalandi í Amsterdam og skoraði tvö mörk í 6-1 sigri. Undir lok leiksins virtist hann hins vegar meiðast á vöðva aftan í læri.

Enn er óvitað hversu alvarleg meiðslin eru en hann mun fara í myndatöku á morgun. Það þýðir að hann mun ekki ferðast með liðinu sem heldur til Suður-Afríku í kvöld.

„Ég hefði frekar viljað tapa þessum leik en að missa Arjen," sagði Bert van Marwijk, landsliðsþjálfari Hollands, eftir leikinn.

„Hann fann fyrir sárum sting og það boðar ekki gott. Ég ætlaði ekki að trúa þessu," bætti hann við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×