Fótbolti

Mourinho gæti stýrt Portúgal á Laugardalsvellinum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Svo gæti farið að Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, komi með portúgalska landsliðinu á Laugardalsvöllinn í upphafi næsta mánaðar.

Portúgalar eru í krísu eftir að þeir ráku þjálfarann Carlos Queiros úr starfi. Ekki er búið að finna arftaka hans og nú er talað um að Mourinho bjargi liðinu og stýri því í næstu tveim landsleikjum.

Líklegt er að Paulo Bento muni taka við liðinu en af því verður ekki alveg strax.

Þess vegna er talað um að Mourinho stýri landsliðinu í leikjunum gegn Íslandi og Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×